Höskuldur Þórhallsson
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) | |
Fæðingardagur: | 8. maí 1973 |
---|---|
6. þingmaður Norðausturkjördæmis | |
Flokkur: | ![]() |
Nefndir: | Umhverfis- og samgöngunefnd, þingskapanefnd, Íslandsdeild Norðurlandaráðs |
Þingsetutímabil | |
2007-2009 | í Norðaust. fyrir Framsfl. |
2009-2016 | í Norðaust. fyrir Framsfl. |
✽ = stjórnarsinni | |
Embætti | |
2013-2016 | formaður umhverfis- og samgöngunefndar |
2013-2016 | formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs |
Tenglar | |
Æviágrip á vef Alþingis |
Höskuldur Þór Þórhallsson (f. 8. maí 1973) er lögfræðingur frá Akureyri og fyrrum þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Framsóknarflokkinn. Hann var kosinn í þriðja sæti á framboðslista á kjördæmisþingi flokksins 13. janúar 2007 og var kjörinn á þing í kosningunum í maí sama ár.
Höskuldur skipaði 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi í Alþingiskosningunum 2009 og 2013. Hann sat í fjárlaganefnd Alþingis 2009-2013. Höskuldur beitti sér gegn því að Icesave samningarnir yrðu samþykktir á Alþingi.
Höskuldur var formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og Íslandsdeildar Norðurlandaráðs frá 2013 til ársins 2016.
Höskuldur í íslensku máli[breyta | breyta frumkóða]
Íslenska nýyrðið Höskuldarviðvörun er kennt við Höskuld Þórhallsson. Hugtakið er skilgreint sem „Viðvörun um að texti eða orð geti eyðilagt spennu fyrir þeim sem vita ekki hvað gerist í tilteknum söguþræði.“ Höskuldarviðvörun er stundum notað sem þýðing á enska hugtakinu spoiler alert.[1]
Uppruni hugtaksins er í atviki sem átti sér stað þann 6. apríl 2016, þegar Höskuldur greindi fjölmiðlum fyrir mistök frá ráðherraskipan í nýrri ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar, áður en opinber tilkynning hafði verið gefin út um það hvernig ráðuneytunum yrði skipt.[1]
Hugtakið Höskuldarviðvörun birtist fyrst í íslenskum texta á sjónvarpsþáttunum Modern Family sem sýndir voru á Stöð 2 í þýðingu Arnórs Haukssonar síðar í sama mánuði.[2]
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ 1,0 1,1 „Höskuldarviðvörun“. Orðabókin.is. Sótt 7. nóvember 2022.
- ↑ Stefán Árni Pálsson (13. apríl 2016). „Spoiler alert = Höskuldarviðvörun: „Það kom einhver púki í mig"“. Vísir. Sótt 7. nóvember 2022.