Fara í innihald

Hörgsland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hörgsland er sveitabær á Síðu í Vestur-Skaftafellsýslu um 5 km. austan við Kirkjubæjarklaustur.

Árið 1658 var fyrsti holdsveikraspítalinn byggður þar fyrir Austfirðingarfjórðung og var hann einn af fjórum spítölum sem voru byggðir fyrir hvern og einn landshluta hér á Íslandi með konungsbréfi. Þetta var reyndar enginn spítali þar sem það voru engir læknar eða hjúkrunarlið til að sjá um sjúklingana. Í bólusóttinni miklu árið 1707 dóu flestir sjúklingarnir og var lítið um sjúklinga á spítölunum næstu áratugina. Sagt er að 18 manns séu jarðaðir fyrir framan gamla bæinn á Hörgslandi. Samkvæmt því sem Eggert Ólafsson sagði þá voru aðeins tveir sjúklingar frá árinu 1765 á Hörgslandsspítala.

Halldórsbúð í Vík í Mýrdal var með útibú á Hörgslandi og árið 1951 tók Verslunarfélag Vestur-Skaftfellinga við rekstrinum til ársins 1971. Fyrst var hún í kjallara í gamla bænum sem enn stendur og síðan var hún flutt í hús sem byggt var sérstaklega fyrir verslunina og var Halldór M. Einarsson útibústjóri á Hörgslandi þar til hann lést 1948. Eftir að hann dó tók systir hans Pála Einarsdóttir við starfinu og rak verslunina til ársins 1971. Húsið sem verslunin var flutt í stendur enn í dag og er notað sem sumarhús.

Hörgsland er tvíbýli og var verslun á Hörgslandi 1 en þar var einnig búskapur eins og er á Hörgslandi 2. Hörgsland 2 er í dag með hross og kindur, kýr og hænur voru líka áður. Það er sagt að það sé álagablettur/álfhóll í heimatúninu á Hörgslandi 2. Ef grasið er slegið á hólnum þá verða afleiðingarnar ekki góðar. Jón Jónsson kaupamaður sem var þarna eitt sumar hafði ekki mikla trú á þessu og sló grasið þarna. Þá kom svo slæmur vindur að allt heyið fauk í burtu.

Í dag er Hörgsland 2 með búskap og Hörgsland 1 er með ferðaþjónustu. Þar eru núna 13 sumarhús til leigu, tjaldstæði, veitingasala og salur til leigu. Í boði eru fiskveiði, skotveiði og hestaleiga.