Hávarður hegri
Útlit
Hávarður hegri var landnámsmaður í Skagafirði. Hann er raunar ekki talinn upp meðal landnámsmanna í Landnámabók en þar er heldur ekkert sagt frá því hver nam land í Hegranesi. Þar segir aftur á móti frá því að er Kráku-Hreiðar Ófeigsson braut skip sitt við Borgarsand kom Hávarður hegri til hans og bauð honum til sín og var Hreiðar um veturinn í Hegranesi. Af þessu er ljóst að Hávarður hefur verið landnámsmaður þar en ekki er vitað hver landnámsjörðin var.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- „Landnámabók“.
- Ólafur Lárusson (1940). Landnám í Skagafirði. Sögufélag Skagfirðinga.