Fara í innihald

Hálogaland (braggi)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hálogaland (eða Hálogalandsbragginn) var Íþróttahús í Reykjavík sem stóð við Suðurlandsbraut, nokkurn veginn þar sem nú eru gatnamót Gnoðarvogs og Skeiðarvogs. Hálogaland var upphaglega hluti af Camp Hálogaland, og var íþróttahús, bíó og samkomuhús bandaríska hermanna frá því hann var reistur árið 1943 og kallaðist þá Andrews Memorial Field House. Árið 1944 keypti Íþróttabandalag Reykjavíkur húsið og varð það þá vettvangur allra helstu innanhússkappleikja í Reykjavík þar til Laugardalshöllin var reist. Margir frægir tónleikar fóru einnig fram í húsinu, þar söng meðal annarra Marlene Dietrich í september 1944. Síðast var það íþróttasalur Vogaskóla og fleiri skóla en húsið var rifið árið 1970.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.