Fara í innihald

Góbíeyðimörkin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort.
Góbíeyðimörkin. Mynd tekin í júlí 2000.

Góbíeyðimörkin er stór eyðimörk í Asíu. Hún nær yfir hluta af norður- og norðvesturhéruðum Kína og suðurhluta Mongólíu. Eyðimörkin afmarkast af Altaifjöllum og graslöndum og steppum Mongólíu í norðri, af Hexi-skarði og Tíbethásléttunni í suðvestri og af sléttum í norðurhluta Kína í suðaustri.

Góbíeyðimörkin er þekkt í mannkynssögunni sem hluti af Mongólaveldinu og vegna þess að í henni eru margar mikilvægar borgir sem lágu við Silkiveginn. Hún er tæplega 1,3 milljón km2.