Gísli Gunnarsson (sagnfræðingur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Gísli Gunnarsson)

Gísli Gunnarsson (1938 - 7. apríl 2020) var íslenskur sagnfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands.

Hann skrifaði ritgerðina Upp er boðið Ísaland um einokunarverslun Dana á Íslandi. [1]

Gísli lauk MA-prófi í sagnfræði og hagfræði við Háskólann í Edinborg 1961 og doktorsprófi í hagsögu frá Háskólanum í Lundi árið 1983. Hann kenndi í gagnfræðaskóla frá 1961 til 1972 og var kennari í sagnfræði við Háskóla Íslands frá 1982 þar til hann fór á eftirlaun. Gísli varð prófessor við skólann árið 1997.

Gísli var virkur í stjórnmálum, í Alþýðubandalaginu og síðar Samfylkingunni. Hann var einn af stofnendum Siðmenntar, fyrrum formaður og var útnefndur heiðursfélagi árið 2008. Hann var virkur í félaginu Ísland-Palestína.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Gísli Gunnarsson er látinn DV. skoðað 8. apríl 2020.