Fara í innihald

Gulygla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gulygla
Noctua pronuba
Noctua pronuba
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Undirflokkur: Vængberar (Pterygota)
Innflokkur: Neoptera
Yfirættbálkur: Innvængjur (Endopterygota)
Ættbálkur: Hreisturvængjur (Lepidoptera)
Ætt: Yglufiðrildaætt (Noctuidae)
Ættkvísl: Noctua
Tegund:
N. pronuba

Tvínefni
Noctua pronuba
(Linnaeus, 1758)
Samheiti
  • Phalaena (Noctua) pronuba Linnaeus, 1758
  • Noctua connuba Hübner, [1822]
  • Triphaena innuba Treitschke, 1825
  • Triphaena pronuba var. hoegei Herrich-Schäffer, 1861
  • Agrotis pronuba var. nigra Krausse, 1912
  • Rhyacia pronuba f. decolorata Turati, 1923

Gulygla (fræðiheiti: Noctua pronuba[1]) er með 48-60 mm. vænghaf. Hún er útbreidd í allri Evrópu nema lengst í norðri.[2] Fiðrildið hefur einnig breiðst til Norður Ameríku[3]. Hún finnst á láglendi víða um Ísland.

Lirfurnar borða aðallega grasplöntur, en geta gætt sér á allskonar plöntum, til dæmis á nytjaplöntum mannsins[4]. Líkt og öðrum fiðrildategundum neyta fullorðnar gulyglur blómsafa og eru þá einnig frjóberar.[5]

Lirfurnar eru grænar á litinn þegar þær eru ungar og verða brúnni þegar þær þroskast.[6]

Ung N. pronuba lirfa.
Eldri N. pronuba lirfa

Fullorðnu fiðrildin sjálf eru brúnleit vegna framvængjanna, en eru afturvængir dýrsins gulir, sem enska nafn fiðrildisins bendir einmitt til (e. Large Yellow Underwing). Þó eru um þrjú litaafbriðgi til; dökk, ljós og silfruð, en þó að bæði kynin geta tekið á alla þrjá búninga, birtast þeir öðruvísi á kvendýrum og karldýrum.[7]

N. pronuba fiðrildi.

Miðað við önnur fiðrildi fljúga gulyglur langt í fari og lifa einnig lengur en flest fiðrildi, en er það einnig kynbundið; karldýr geta orðið upp að 55 daga gömul, en kvendýrin upp að 75 daga gömul.[7]

Lirfur yglunnar geta orðið að meindýrum á allskonar nytjaplöntum. Í Ameríku hafa þær til dæmis herjað á refasmára og kornakra.[4] Í Evrópu borða lirfurnar ýmsar nytjaplöntur, en sem dæmi má nefna sojabaunir, en fundust þær á baunaplöntum í Rúmeníu. Þau eru einstaklega leiðinleg meindýr að því leyti að þau þola kulda vel, og geta verið virk í 7°C hita. Talið er að bestu leiðirnar til þess að eiga við meindýralirfurnar er með skiptirækt, að nota illgresiseyði og að drepa púpur og lirfur með skordýraeitri eða gildrum með sætu fæði.[6]

Á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Á Íslandi finnast þær aðallega á flugi í ágúst, og leggjast í dvala um veturinn. Þær eru aðallega á láglendinu. Þær eru þó tiltölulega sjaldgæfar á landinu. Margar gulyglur búa á landinu, en sumir einstaklingar koma einnig til landsins sem flækingar, oft í gegnum sterka vinda.[8]

Miðað við önnur fiðrildi á Íslandi er gulyglan talin vera með þeim stærri. Þær eru lítið virkar um daginn, en flögra að nóttu til. Þar sem að ljós sjást betur um nætur laðast yglurnar oft að ljósum, bæði innan- og utandyra.[9]

Dreifing fiðrildanna í kringum Ísland er mest á Suðvesturlandi, en dreifist svo meira í kringum jaðra landsins. Talið er að þau eru að verða algengari á landinu vegna loftslagshlýnunar.[9]

Jarðhitasvæði

[breyta | breyta frumkóða]

Gulyglur laðast að hita. Á Íslandi er mikið af jarðhitasvæðum, og virðast yglurnar vilja vera á slíkum svæðum, eða nálægt gróðurhúsum á jarðhitasvæðum. Lirfurnar virðast einnig vera eins hitakærar og hafa fundist á svipuðum svæðum.[9]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed) (2019). „Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2019 Annual Checklist“. Species 2000: Naturalis, Leiden, the Netherlands. ISSN 2405-884X. TaxonID: 10725565. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. desember 2019. Sótt 11 nóvember 2019.
  2. Lilla fälthandboken - Fjärilar. 2011. bls. 171. ISBN 978-91-1-303684-7.
  3. Walther, C. (engin dagsetning). Noctua pronuba. Animal Diversity Web. Sótt 10/12/24
  4. 1 2 Difonzo, Christina; Russell, Howard (1 október 2010). „Noctua pronuba (Lepidoptera: Noctuidae): An Outbreak in Emails“. Journal of Integrated Pest Management (enska). 1 (1): B1 – B6. doi:10.1603/IPM10005. ISSN 2155-7470.
  5. Ribas-Marquès, Elisa; Díaz-Calafat, Joan; Boi, Marzia (2022-04). „The role of adult noctuid moths (Lepidoptera: Noctuidae) and their food plants in a nocturnal pollen-transport network on a Mediterranean island“. Journal of Insect Conservation (enska). 26 (2): 243–255. doi:10.1007/s10841-022-00382-7. ISSN 1366-638X.
  6. 1 2 Tărău, A.-D., Vălean, A.-M., Șopterean, L., Suciu, L., Chețan, F., Crișan, I. (2023). A New Harmful Lepidoptera Noctua pronuba L. Occurence in the Center of Transylvania. ProEnvironment, 16(55). Sótt 10/12/24.
  7. 1 2 Cook, L. M.; Sarsam, V. (1981-06). „Polymorphism in the moth Noctua pronuba (L.)“. Heredity (enska). 46 (3): 443–447. doi:10.1038/hdy.1981.51. ISSN 1365-2540.
  8. Erling Ólafsson og Hálfdán Björnsson. (1997). Fiðrildi á Íslandi 1995. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Sótt 11/12/24.
  9. 1 2 3 Erling Ólafsson. (2013, 12. mars). Gulygla (Noctua pronuba). Náttúrufræðistofnun Íslands. Sótt 10/12/24.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.