Guido Grandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Guido Grandi
De infinitis infinitorum

Luigi Guido Grandi (1. október 16714. júlí 1742) var ítalskur prestur og stærðfræðingur frá Cremona. Hann lærði hjá jesúítum og gerðist munkur í Camaldolese-reglunni. Hann kenndi heimspeki og stærðfræði við klaustur reglunnar í Flórens. Hann er þekktastur fyrir runu Grandis og rannsóknir á rósarferlinum. Hann vann líka sem verkfræðingur fyrir stjórn Toskana og átti þátt í því að þurrka upp dalinn Val di Chiana. Hann heimsótti England 1706 þar sem hann varð félagi í Konunglega enska vísindafélaginu.