Cremona
Cremona er borg í Langbarðalandi á Ítalíu á vesturbakka árinnar Pó á miðri Pósléttunni. Borgin er höfuðstaður samnefndrar sýslu. Íbúar eru um 71 þúsund (2021). Meðal frægra íbúa Cremona má nefna Antonio Stradivari, Guido Grandi, Gianluca Vialli og Claudio Monteverdi.