Guangzhou Baiyun-alþjóðaflugvöllurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Meginbygging annarrar flugstöðvar Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.
Meginbygging annarrar flugstöðvar Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.
Loftmynd af Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvellinum við Guangzhou borg í Kína.
Loftmynd af annarri flugstöð Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins.
Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.
Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins.
Innritunaraðstaða farþega á Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllinum við Guangzhou borg í Kína.
Innritunaraðstaða farþega á Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvellinum.

Alþjóðaflugvöllur Guangzhou Baiyun (IATA: CAN, ICAO: ZGGG) (kínverska: 廣州白雲國際機場; rómönskun: Guǎngzhōu Báiyún Guójì Jīchǎng) er meginflughöfn farþegaflugs Guangzhou höfuðborgar Guangdong héraðs í Alþýðulýðveldinu Kína. Hann er þriðju stærsti safnvöllur Kína.[1] Tvær flugstöðvar flugvallarins þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi.[2]

Flugvöllurinn er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborg Guangzhou í Baiyun hverfi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn.

Saga stækkunar[breyta | breyta frumkóða]

Þarf sem eldri flugvöllur Guangzhou var komin langt umfram farþegafjölda var samþykkt árið 1992 að velja stað fyrir nýjan alþjóðaflugvöll. Byggingarframkvæmdir hófust árið 2000 og hóf flugvöllurinn starfsemi fjórum árum síðar 2004.

Vegna mikillar fjölgun farþega var ráðist í stækkun flugvallarins. Bætt var við þriðju flugbrautinni, annarri flugstöðvarbyggingu og leigubílakerfið, flugumferðarstjórn bætt, sem og flughlað stækkað. Þetta var tekið í notkun árið 2015.[3]

Aftur var ráðist í stækkun árið 2020 og 2021. Bæta á við þriðju flugstöðinni, ásamt farþegamiðstöð. Tengja á flugvöllinn við hraðlestar- og snarlestarkerfi borgarinnar. Á teikniborðinu er enn frekari uppbygging.

Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi. Árið 2021 var flugvöllurinn meðal stærstu flugvalla í heiminum hvað varðar farþegafjölda. Heimsfaraldur COVID-19 breytti verulega farþegafjölda flugvallarins um tíma.

Flugfélög[breyta | breyta frumkóða]

Flugvöllurinn er svæðisbundin miðstöð fyrir China Southern Airlines, Hainan Airlines, FedEx, Shenzhen Airlines. Hann er lykilflugvöllur Air China. Alls starfa um 80 kínversk og erlend flugfélög á flugvellinum.[4]

Áfangastaðir[breyta | breyta frumkóða]

Frá 2019 hefur leiðakerfi flugvallarins náð yfir meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaða. Áfangastaðir eru flestir innan Kína og í Austur Asíu, með alþjóðaflug til New York, Frankfurt, Amsterdam, París, Sydney, Tókýó, Osaka, Hong Kong, Singapúr, Seúl, og fleiri staða.

Samgöngur við völlinn[breyta | breyta frumkóða]

Lestir, snarlestir og strætisvagnar tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði. Flugvöllurinn er tengdur öflugu lestarkerfi með stöð í kjallara flugstöðvarbygginganna.

Tölfræði[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Guangzhou Baiyun International Airport“, Wikipedia (enska), 20. júlí 2022, sótt 22. júlí 2022
  2. Travel China Guide (TravelChinaGuide.com). „Guangzhou Baiyun International Airport“. Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd. Sótt 21. júlí 2022.
  3. „广州白云国际机场“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 29. júní 2022, sótt 22. júlí 2022
  4. „广州白云国际机场“, 维基百科,自由的百科全书 (kínverska), 29. júní 2022, sótt 22. júlí 2022