Guðbjörg ÍS-46
Guðbjörg ÍS-46, betur þekkt sem Guggan, var íslenskur frystitogari sem var þekkt fyrir gulan lit og oft kallað flaggskip íslenska fiskveiðiflotans.[1][2] Þegar skipið var tekið í notkun þá var það stærsta og fullkomnasta fiskiskip landsins.[3][4] Örlög skipsins og innihaldslaus loforð í kjölfar sölu þess eru oft notuð sem dæmi um þær afleiðingar sem íslenska kvótakerfið hafði á landsbyggðina þar sem skip og kvótar voru keypt og flutt annað sem leiddi til efnahagskreppu sveitarfélaganna sem þau áður tilheyrðu.[5][6][7][8]
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Guðbjörgin var byggð í Flekkefjord í Noregi og afhend Hrönn ehf. á Ísafirði árið 1994 en skipið kom í stað eldri togara með sama nafni. Í janúar 1997 seldi Hrönn fyrirtækið og Guðbjörgina til Samherja á Akureyri.[9] Þrátt fyrir loforð forstjóra Samherja, Þorsteins Má Baldvinssonar um að "Guggan verður áfram gul og gerð út frá Ísafirði",[10][11][12][13] landaði skipið aldrei aftur á Ísafirði.[14] Tilvitnunin hefur síðar orðið að ímynd innantómra loforða á Íslandi.[12][6][15]
Í febrúar 1999 var skipið selt til Deutsche Fischfang Union í Þýskaland, fyrirtækis sem var 99% í eigu Samherja, og endurnefnt Hannover NC-100.[1]
Í ágúst 2022 eignaðist Samherji skipið aftur og endurnefndi sem Snæfell EA.[16]
Togarinn Þorbjörg og örlög hans í sjónvarpsþáttaröðinni Verbúðin byggir á Guðbjörginni.[15][17][12]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 Páll Ásgeir Ásgeirsson (1. mars 1999). „Flaggskipið selt“. Frjáls Verslun. bls. 50–52. Sótt 18. febrúar 2022.
- ↑ „Guggan seld til Cuxhaven“. Dagur. 12. febrúar 1999. bls. 4. Sótt 18. febrúar 2022.
- ↑ Pétur Gunnarsson (24. september 1994). „Ný Guðbjörg ÍS afhent í Flekkefjord“. Morgunblaðið. bls. 6. Sótt 17. febrúar 2022.
- ↑ „Nýja Guðbjörgin kemur til hafnar“. RÚV. 19. október 2022. Sótt 20. október 2022 – gegnum Facebook.com.
- ↑ Ingi Freyr Vilhjálmsson (17. desember 2013). „Guðbjarti sagt upp hjá Samherja“. Dagblaðið Vísir. bls. 4. Sótt 18. febrúar 2022.
- ↑ 6,0 6,1 Reynir Traustason (16. október 2003). „Guggan verður áfram gul“. Fréttablaðið. bls. 16–17. Sótt 18. febrúar 2022.
- ↑ „Svikin loforð og sviðin jörð í byggðum“. Dagblaðið Vísir. 19. janúar 2004. bls. 9. Sótt 18. febrúar 2022.
- ↑ „Stórfyrirtæki stjórna örlögum þorpanna“. Fréttablaðið. 5. júní 2003. bls. 10. Sótt 18. febrúar 2022.
- ↑ „Guðbjörgin breyttist í gull og sjö hluthafar fá um tvo milljarða“. Dagblaðið Vísir. 10. janúar 1997. bls. 4. Sótt 17. febrúar 2022.
- ↑ „Þorsteinn Már Baldvinsson gerði meira en að ganga á bak orða sinna, hann vanefndi skriflega yfirlýsingu sína“. Eyjan. Dagblaðið Vísir. 29. júní 2018. Sótt 17. febrúar 2022.
- ↑ „Guðbjörg ÍS seld frá Ísafirði til Þýskalands“. Morgunblaðið. 17. júní 1999. bls. 6B. Sótt 18. febrúar 2022.
- ↑ 12,0 12,1 12,2 Ingi Freyr Vilhjálmsson (15. febrúar 2022). „Þorsteinn Már kannast ekki við orð og aðstæður sem eru teknar nánast beint upp úr raunveruleikanum“. Stundin. Sótt 18. febrúar 2022.
- ↑ „Ísfirðingar á valdi tilfinningana“. Bæjarins besta. 15. janúar 1997. bls. 6–7. Sótt 18. febrúar 2022.
- ↑ Gunnar Smári Egilsson (18. nóvember 2019). „Samherji er skaðræði – 5. hluti: Ísfirðingar sviknir fyrir ódýran kvóta“. Miðjan. Sótt 18. febrúar 2022.
- ↑ 15,0 15,1 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir (17. febrúar 2022). „Vill fá Guggugulan sem hvarf á Akureyri aftur heim til Ísafjarðar“. Vísir.is. Sótt 17. febrúar 2022.
- ↑ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir (16. ágúst 2022). „Guggan komin heim en er ekki lengur gul“. Vísir.is. Sótt 16. ágúst 2022.
- ↑ Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir (14. febrúar 2022). „Fyrirmynd Þorbjargarinnar í Verbúðinni og kaup Samherja: "Guðbjörgin verður áfram gul"“. Mannlíf. Sótt 17. febrúar 2022.