Gros Morne-þjóðgarðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort.
Western Brook Pond.
Mígandi Merarfoss: Pissing Mare falls.

Gros Morne-þjóðgarðurinn (enska: Gros Morne National Park) er þjóðgarður á vesturhluta Nýfundnalands. Hann var stofnaður árið 1973 sem verndarsvæði en gerður að þjóðgarði árið 2005. Stærð hans er 1805 ferkílómetrar. Þjóðgarðurinn tekur nafn sitt frá Gros Morne-fjalli (806 metrar), næsthæsta punkti Nýfundnalands. Fjallið er hluti af Long Range-fjöllum sem eru jarðfræðilega tengd Appalasíufjöllum og eru leifar fjalla sem mynduðust fyrir 1,2 milljarði ára. Hluti fjallanna er myndaður af úthafsjarðskorpu og berg úr möttli. Í fjallendi sem kallast Tablelands má sjá hrjóstrugt landslag með möttulberginu. Þetta þykir áhugavert svæði hvað varðar jarðskorpuhreyfingar.

Western Brook Pond er vatn og eitt sinn fjörður sem er myndað var af jöklum á síðustu ísöld. Pissing Mare Falls, hæsti foss austanverðrar Norður-Ameríku rennur í vatnið.

Árið 1900 var elgur fluttur á svæðið og þrífst hann vel. Önnur algeng dýr eru hreindýr, svartbjörn, rauðrefur, snæhéri, heimskautarefur, gaupa, otur og bjór. Um 20 dagleiðir má finna innan Gros Morne-þjóðgarðsins.

Sturla Gunnarsson, leikstjóri, gerði heimildarmynd um þjóðgarðinn árið 2011.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Listi yfir þjóðgarða í Kanada

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Gros Morne National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 2. jan 2017.