Fara í innihald

Meredith Grey

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Meredith Grey
StörfAlmennur Skurðlæknir
MakiDerek Shepherd
BörnZola Shepherd
ForeldrarEllis Grey
Thatcher Grey

Meredith Grey er skálduð persóna í sjónvarpsþáttaröðinni Grey's Anatomy, sem er sýnd á Stöð 2. Persónan var búin til af skapanda þáttanna Shonda Rhimes og er leikin af Ellen Pompeo. Meredith er aðalpersóna þáttanna, sem var kynnt sem nemi á ímyndaða spítalanum Seattle Grace Hospital þar sem hún útskrifaðist. Hún er núna almennur skurðlæknir á Grey Sloan Memorial Hospital. Meredith er dóttir heimsfræga skurðlæknisins Ellis Grey.

Meredith er sögumaður þáttarins og er miðpunktur flestra þáttana. Meredith er alræmd fyrir það að sjá ekkert svart á hvítu og horfir á heimin í öllum þeim gráu litum sem hann er í og eiginmaður hennar Derek Shepherd er mikil andstæða hennar í þeim málum.

Söguþræðir

[breyta | breyta frumkóða]

Meredith Grey er dóttir Ellis Grey heimfrægs almenns skurðlæknis, sem þjáist af Alzheimer. Hún stundaði nám við Dartmouth College. Kvöldið fyrir fyrsta daginn hennar sem nemi á Seattle Grace sefur hún hjá ókunnugum manni, sem hún hittir á bar, og kemst að því daginn eftir að hann er taugaskurðlæknir á spítalanum. Meredith er sett í það að vinna undir Miranda Bailey (Chandra Wilson), og vingast við samnema hennar þá, George O'Malley (T.R. Knight), Izzie Stevens (Katherine Heigl), Cristina Yang (Sandra Oh) og Alex Karev (Justin Chambers). Grey er efins en byrjar á endanum samband með Derek Shepherd og er mjög hissa þegar Addison Montgomery mætir á svæðið, eiginkona Shepherd's.