Grettislaug
Grettislaug er heit laug rétt við sjóinn í landi Reykja á Reykjaströnd, kennd við Gretti Ásmundarson, en sagt er að hann hafi eftir Drangeyjarsund sitt „bakast þar lengi um nóttina, því honum var kalt orðið eftir sundið nokkuð svo“.
Allt fram á 20. öld voru laugarnar tvær, önnur hlaðin upp og notuð til þvotta og kallaðist Reykjalaug en hin lítill pollur sem nefndur var Grettislaug. Haustið 1934 gerði mikið óveður á Skagafirði og eyðilögðust laugarnar þá báðar í brimi, því sjávarkamburinn færðist ofar. Heita vatnið kom þá upp sjávarmegin við hann.
Árið 1992 var laugin svo endurgerð að undirlagi Jóns Eiríkssonar Drangeyjarjarls, bónda á Fagranesi, hlaðin upp og varnargarður gerður fyrir framan hana. Síðan hefur hún kallast Grettislaug. Laugin er um 4,5 s 3,75 m og um 80 cm djúp. Vatnið er um 42°C heitt.
65°26′47″N 22°12′31″V / 65.44639°N 22.20861°V
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Hjalti Pálsson (ritstj.): Byggðasaga Skagafjarðar I. bindi. Skefilsstaðahreppur - Skarðshreppur. Sögufélag Skagfirðinga, 1999. ISBN 978-9979-861-18-8
- „Byggði Grettislaug eftir eigin hugmyndum. Dagur, 22. júlí 1993“.