Fara í innihald

Reykir (Reykjaströnd)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Reykir eru eyðibýli á Reykjaströnd í Skagafirði, ysti bærinn á Ströndinni. Mjótt nes teygist til norðurs frá bænum og kallast það Reykjadiskur.[1]

Í landi Reykja er Glerhallavík undir Tindastóli.[1] Þar var áður mikið af glerhöllum, hvítum kvartssteinum sem slípast höfðu í fjörunni[2] en nú eru þeir að mestu horfnir því fólk hefur hirt þá þrátt fyrir bann.[3] Í Sandfelli í landi Reykja var eitt sinn silfurbergsnáma.

Á Reykjum er nokkur jarðhiti eins og nafnið bendir til og þar fór Grettir Ásmundsson að sögn í laug rétt ofan við fjöruborðið og hlýjaði sér eftir Drangeyjarsund sitt. Laug var þar sem kölluð var Grettislaug en árið 1934 eyðilagðist hún í hafróti og hvarf, en mjög hvasst og brimasamt getur orðið á Reykjum. Árið 1992 var hún svo endurgerð og hlaðinn skjólveggur við hana[4] og hefur síðan verið vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Þar rétt hjá er lítil höfn og þaðan er farið í Drangeyjarsiglingar.[5]

Í Grettis sögu segir að kirkja sé á Reykjum en engar aðrar heimildir eru til um hana.[6]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 „Nafnið.is“. nafnid.arnastofnun.is (enska). Sótt 15 febrúar 2025.
  2. „Hverrar tegundar eru fallegu hvítu steinarnir sem finnast í Glerhallavík í Skagafirði?“. Vísindavefurinn. Sótt 15 febrúar 2025.
  3. „Glerhallavík - NAT ferðavísir“. 4 maí 2020. Sótt 15 febrúar 2025.
  4. „Grettislaug“. Fun Iceland (enska). Sótt 15 febrúar 2025.
  5. „Reykir - Visitor's Guide“ (bandarísk enska). 18 október 2017. Sótt 15 febrúar 2025.
  6. „Grettis saga“. www.snerpa.is. Sótt 15 febrúar 2025.