Grettissund

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Drangeyjarsund)
Drangey

Grettissund er það afrek nefnt þegar Grettir Ásmundarson synti frá DrangeyReykjanesi á Reykjaströnd. Nú er það kallað Grettissund[1] þegar synt er úr Uppgönguvík í Drangey, sem er um 7,1 km, en Drangeyjarsund þegar synt er úr fjöru sunnan til á eynni, sem er stysta vegalengd úr eyju í land, samtals 6,6 kílómetrar.[2]

Sundið þótti mikið þrekvirki en margir litu á það sem ýkjusögu þar til menn syntu sömu leið í byrjun tuttugustu aldar. Upphaf þess að menn reyndu við Grettissund var sú hvatning sem ungir menn fengu við að heyra af afreki Benedikts G. Waage þegar hann synti í land frá Viðey árið 1914.

Lýsing Grettis sögu[breyta | breyta frumkóða]

Sundinu er þannig lýst í Grettis sögu:

Gæsalappir

Býst Grettir nú til sunds og hafði söluvoðarkufl og gyrður í brækur. Hann lét fitja saman fingurna. Veður var gott. Hann fór að áliðnum degi úr eyjunni. Allóvænlegt þótti Illuga um hans ferð. Grettir lagðist nú inn á fjörðinn og var straumur með honum en kyrrt með öllu. Hann sótti fast sundið og kom inn til Reykjaness þá er sett var sólu. Hann gekk til bæjar að Reykjum og fór í laug því honum var orðið nokkuð kalt. Bakaðist hann lengi í lauginni um nóttina og fór síðan í stofu. Þar var mjög heitt því að eldur hafði verið um kveldið og var lítt rokin stofan. Hann var móður mjög og sofnaði fast. Lá hann þar allt á dag fram.“

— Grettis saga, kafli 75.

Þeir sem synt hafa Grettissund eða Drangeyjarsund[breyta | breyta frumkóða]

Alls hafa 20 sundmenn synt Grettissund eða Drangeyjarsund

Dagsetning Sundmaður Sundtími Hitastig sjávar Athugasemd
1030 Grettir Ásmundarson Grettissund Ekki vitað Ekki vitað Fyrstur til að synda, en við hann er sundið kennt. Hann smurði sig með fuglafeiti og einnig er vitað að hann var í einhverjum hlífðarfatnaði (skv. Grettissögu).

Lagði hann af stað síðla dags og náði landi er sól var sest.

31. júlí 1927 Erlingur Pálsson Drangeyjarsund 4 klst. og 24 mín. 11°c Erlingur lagði til sunds frá suðurodda Drangeyjar kl. 5,37 síðdegis sunnudaginn 31. júlí og tók land á Hrossavíkurnefi innan við Reykjaá.

Hann synti þol-skriðsund alla leið, en hvíldi sig eitthvað 6 sinnum á bringusundi, 1-2 mín. í senn. [3]

28. júlí 1936 Pétur Eiríksson Grettissund 5 klst. og 19 mín. 9°c Smurður með 9 kílóum af lanolini. Þá fór hann í ermalausa ullarskyrtu næst sér, síðan í vaxdúksbol þar utan yfir og yst í ullarsundbol sem náði upp í háls og niður á mið læri.

Hann klæddist einnig háum sokkum sem saumaðir voru fastir við bolinn. Vaxdúkshettu hafði hann á höfðinu og gúmmíhettu þar utan yfir, hlífðargleraugu og svo hanska á höndum.

Auk þessa hafði hann sokkboli á lærum og upphandleggjum.

6. ágúst 1939 Haukur Einarsson Grettissund 3 klst. og 20 mín. 9°c Smurður feiti og í ullarsamfestingi.
13. júlí 1957 Eyjólfur Jónsson Grettissund 4 klst. og 45 mín. Ekki vitað Ósmurður
28. júní 1959 Eyjólfur Jónsson Drangeyjarsund 4 klst. og 20 mín. 7,7°c Smurður feiti
3. september 1961 Axel Kvaran Drangeyjarsund 3 klst. og 13 mín. 10°c Smurður feiti.

Synti úr landi í Drangey.

24. ágúst 1994 Kristinn Einarsson Drangeyjarsund 5 klst. og 40 mín. 9,2°c Smurður með Lanolíni.
6. ágúst 1998 Kristinn Magnússon Grettissund 2 klst. og 10 mín. 9,7°c Synti í Neophrene galla
20. júlí 2002 Kristinn Magnússon Drangeyjarsund 2 klst. og 30 mín. 8°c Synti ósmurður en með Neophrene hettu niður f. höku og neophrene sundskýlu að hnjám
16. ágúst 2008 Benedikt Hjartarson Drangeyjarsund 2 klst. og 36 mín. 10°c Synti í Swimskin keppnisgalla
8. ágúst 2009 Heimir Örn Sveinsson Grettissund 1 klst. og 36 mín. 11-12°c Synti í Neophrene galla frá toppi til táar
8. ágúst 2009 Þorgeir Sigurðsson Drangeyjarsund 2 klst. og 21 mín. 11-12°c Smurður með Lanolini.
8. ágúst 2009 Heiða Björk Jóhannsdóttir Drangeyjarsund 2 klst. og 25 mín. 11-12°c Smurð með Lanolini og með teypaða fingur
8. ágúst 2009 Þórdís Hrönn Pálsdóttir Drangeyjarsund 2 klst. og 36 mín. 11-12°c Smurð með Lanolini og með teypaða fingur
15. ágúst 2009 Benedikt S. Lafleur Grettissund 3 klst. og 25 mín. 10°c
15. ágúst 2009 Sarah-Jane Emily Caird Grettissund 3 klst. og 11 mín. 10°c
14. ágúst 2010 Sigurjón Þórðarson[3] Drangeyjarsund 2 klst. og 5 mín. 10°c
14. ágúst 2010 Sarah-Jane Emily Caird Drangeyjarsund 2 klst. og 45 mín. 10°c
5. september 2010 Árni Þór Árnason Drangeyjarsund 2 klst. og 42 mín. 10,5°c
28. júlí 2012 Birna Hrönn Sigurjónsdóttir Drangeyjarsund 2 klst. og 27 mín 10°c
5. ágúst 2012 Benedikt S. Lafleur Grettissund Tæpar 5 klst. 11-12°c
28. júlí 2014 Jón Kristinn Þórsson Drangeyjarsund 3 klst. 10-11°c Smurður með lanolínblöndu.
12. ágúst 2017 Sigrún Þuríður Geirsdóttir Drangeyjarsund 3 klst. og 29 mín. 9,5-10-5°c
12. ágúst 2017 Harpa Hrund Berndsen Drangeyjarsund 4 klst. og 15 mín. 9,5-10-5°c

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. [1] Setti hraðamet í Grettissundi; Morgunblaðið, 6. ágúst 1998.
  2. [2][óvirkur tengill] 3falt Drangeyjarsund og 1 Grettissund; frétt í Feyki 8. ágúst 2009.
  3. Drangeyjarsundið 31. júlí 1927; grein í Morgunblaðinu 1967

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]