Guðrún Agnarsdóttir
Guðrún Agnarsdóttir (f. 2. júní 1941) er íslenskur læknir og fyrrverandi alþingismaður. Hún var landskjörinn alþingismaður Reykvíkinga 1983-1987 og alþingismaður Reykvíkinga 1987-1990 og sat á þingi fyrir Samtök um kvennalista. Guðrún var fyrsti varaforseti efri deildar Alþingis 1987-1990 og formaður þingflokks Samtaka um kvennalista frá 1983-1984 og 1986-1987.
Guðrún fæddist í Reykjavík og foreldrar hennar voru hjónin Agnar Guðmundsson skipstjóri og Birna Petersen húsmóðir. Eignmaður Guðrúnar var Helgi Þröstur Valdimarsson prófessor í ónæmisfræði við læknadeild Háskóla Íslands. Foreldrar hans voru hjónin Valdimar Jónsson og Filippía Sigurlaug Kristjánsdóttir betur þekkt sem Hugrún skáldkona.
Nám og störf
[breyta | breyta frumkóða]Guðrún lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1961 og prófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1968. Hún starfaði sem læknakandídat á sjúkrahúsum í Reykjavík og London frá 1969-1970 og var við nám og störf í veiru- og ónæmisfræði í London frá 1970–1981. Hún starfaði sem sérfræðingur í veirufræði við Tilraunastöð Háskólans í meinafræði á Keldum frá 1981-1983 og frá 1991-2001. Guðrún var forstjóri Krabbameinsfélags Íslands frá 1992-2010.[1]
Annað
[breyta | breyta frumkóða]Guðrún bauð sig fram til embættis forseta Íslands árið 1996 og hlaut 26,4% atkvæða.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Guðrún Agnarsdóttir - æviágrip“. Sótt 20. maí 1996.
- ↑ „Forsetakosningar 1996“. Sótt 20. maí 2019.