Hlaðvarp

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Netvarp)
Jump to navigation Jump to search
Hlaðvarpið Serial er hér spilað á iPhone.

Hlaðvörp (stundum netvörp í víðari merkingu. enska: podcast) eru þættir sem gefnir eru út á netinu. Hlaðvörp eru hafa oft svipaða uppbyggingu og útvarpsþættir en eru ekki sendir út í beinni. Þess í stað hleður hlustandi þeim niður og spilar í síma eða tölvu. Hlaðvörp eru svipuð streymimiðlun en eru ólík á þann hátt að tónhlaða notandans sækir sjálfkrafa nýja þætti. Hlaðvörp eru vanalega gefin út sem hljóð-skrár en geta líka innihaldið myndbönd.

Hlaðvörp náðu útbreiðslu eftir tilkomu tónhlaðna á við iPodinn.