Grímur háleyski Þórisson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Grímur háleyski Þórisson var landnámsmaður í Borgarfirði. Skalla-Grímur gaf honum land fyrir sunnan fjörð á milli Andakílsár og Grímsár og bjó hann á Hvanneyri. Grímur var sonur Þóris í Hefni að því er segir í Landnámabók. Bróðir hans var Hrómundur landnámsmaður í Þverárhlíð og Ingimundur gamli Þorsteinsson ólst upp með þeim og var fóstbróðir þeirra. Seinna var Grímur með Kveld-Úlfi og var stýrimaður á skipi hans þegar haldið var til Íslands.

Kona hans var Svanlaug, dóttir Þormóðar Bresasonar landnámsmanns á Akranesi, og var sonur þeirra Úlfur, sem nam land milli Grímsár og jökla og bjó á Geitlandi.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • „Landnámabók“.