Gossip Girl (1. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gossip Girl er bandarískur unglinga-drama þáttur sem er byggður á vinsælum bókaflokki eftir Cecily von Ziegesar. Bókaflokkurinn var þróaður í sjónvarpsþátt af Josh Schwartz og Stephanie Savage. Þáttaröðin var sýnd á CW-stöðinni frá 19. september - 19. maí 2008 og samanstóð hún af 18 þáttum sem segja söguna af endurkomu Serenu van der Woodsen í fína hverfið í New York borg eftir dularfullt hvarf hennar í heimavistarskóla í Connecticut á meðan vefsíðan Gossip Girl fylgist með henni.


Leikarar[breyta | breyta frumkóða]

Það voru níu aðalpersónur í þáttaröðinni. Blake Lively lék hina frjálslegu Serenu van der Woodsen, fyrrum aðalstelpuna í fína hverfinu sem snýr aftur eftir að hafa farið skyndilega í heimavistarskóla í Connecticut en Kelly Rutherford lék móður hennar, Lily, sem er margfráskilin. Leighton Meester lék drottningu skólans (Queen Bee), Blair Waldorf, sem er allt annað en glöð þegar besta vinkona hennar snýr aftur. Penn Badgley lék utangarðs miðstéttarstrákinn, Dan Humphrey og var Matthew Settle faðir hans, Rufus, fyrrum rokkstjörna sem fór að selja málverk og Taylor Momsen var systir Dans, Jennu, nýnemi sem reynir að passa inn í hópinn í Constance Billard skólanum. Chace Crawford lék kærasta Blair, Nate Archibald, sem er hrifinn af Serenu. Ed Westwick lék „playerinn“ og „slæma strákinn“ Chuck Bass. Í fyrstu átti Jessica Szohr aðeins að vera aukapersóna en hún lék æskuvin Dans, Vanessu Abrams. Szohr fékk samning eftir fjórtánda þáttinn.

Kirsten Bell ljáði Gossip Girl rödd sína, en bloggið hennar er þekkt úti um alla borg og er skoðað af flestum unglingum í fína hverfinu. Nokkrar aukapersónur stækkuðu söguþráðinn, meðal annars Connor Paolo sem lék bróður Serenu, Eric van der Woodsen, sem hafði verið í meðferð eftir sjálfsmorðstilraun. Margaret Colin lék móður Blair, Eleanor Waldorf, tískuhönnuð. Colin tók við hlutverkinu af Florenciu Lozanu sem lék hlutverkið í fyrsta þættinum. Michelle Trachtenberg] leikur Georginu Sparks, stelpu úr fortíð Serenu sem snýr aftur eftir að hafa flúið úr meðferð í Utah. Sam Robards og Francie Swift léku foreldra Nates, Howard og Annie Archibald. Nicole Fichella og Nan Zhang léku vinkonur Blair, Isabel Coates og Kati Farkas. Aðrir meðlimir klíku Blair eru Amanda Setton sem Penelope Shafai og Dreama Walker sem Hazel Williams.

Aðrar aukapersónur voru Zuzanna Szadkowski sem þerna blair, Dorota Kishlovsky, Robert John Burke sem faðir Chucks og margmiljónamæringurinn Bart Bass, Susan Misner sem eiginkona Rufusar, Alison Humphrey og John Shea sem faðir Blair, Harold Waldorf og William Abadie sem lífsförunauturhans, Roman.

Leikendur[breyta | breyta frumkóða]

Aðalleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Aukaleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Gestaleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Þættir[breyta | breyta frumkóða]

Þáttur Nr. # Titill Sýnt í USA Bandarískir áhorfendur (í milljónum)
1 1 Pilot 19. september 2007 3.50
Þátturinn er alfarið tekinn upp í New York borg og byggður á vinsælum bókaflokki eftir Cecily von Ziegesar. Gossip Girl snýst um líf fordekraðra unglinga í fína hverfi Manhattan og óþekkta bloggarann sem kallar sig Blaðurskjóðuna (e. Gossip Girl) sem kemur til þeirra öllu helsta slúðrinu. Í fyrsta þættinum ber Blaðurskjóðan orðróm þess efnis að fyrrum aðalstelpa fína hverfisins, Serena van der Woodsen, hafi snúið aftur til Manhattan eftir að hafa farið sjálfviljug í útlegð ári áður. Ástæður brottfararinnar sem og heimkomunnar eru óþekktar en það kemur fljótlega í ljós að yngri bróðir Serenu, Eric van der Woodsen, hafi reynt að fremja sjálfsmorð og sé nú vistaður á Ostroff geðsjúkrahúsinu. Besta vinkona Serenu, Blair Waldorf, ber blendnar tilfinningar til heimkomu Serenu því hún hefur notið þess að vera drottning skólans (Queen Bee) í fjarveru Serenu og hún er ekki tilbúin til að gefa upp þessa stöðu en hana grunar einnig að það séu tilfinningar á milli Serenu og kærasta hennar (Blair) til langs tíma, Nathanial "Nate" Archibald. Þessar tilfinningar eru staðfestar þegar Nate játar fyrir Blair að hann hafi sofið hjá Serenu nóttina áður en hún fór. Á sama tíma segir Charles "Chuck" Bass, "slæmi strákurinn", Serenu að hann hafi séð hana og Nate. Gefið er í skyn að þetta sé ástæða brottfarar Serenu í heimavistarskólann. Bálreið Blair bannar Nate að tala við Serenu ef hann vill halda sambandi þeirra Blair áfram, sem neyðir Nate til að afneita tilfinningum sínum. Systkinin sem eru utangarðs, Daniel "Dan" Humphrey og Jennifer "Jenny" Humphrey flytja til pabba síns, Rufusar, á Manhattan þegar þau koma heim úr heimsókn frá móður sinni í Hudson. Dan hefur lengi verið hrifinn af Serenu og bænum hans er svarað þegar hann kemst á stefnumót með henni og ákveður að fara með hana á tónleika pabba síns og hljómsveitarinnar hans, Lincoln Hawk, á meðan Jenny vinnur fyrir Blair til að fá boðskort í partýið "Kiss on the Lips" þar sem Chuck reynir að neyða hana til að kyssa sig. Serena og Dan mæta óboðin í partýið og Dan og Chuck fara a slást. Móðir Serenu, Lily van der Woodsen, talar við Rufus, fyrrverandi elskhuga sinn, að börnin þeirra séu að hittast.
2 2 The Wild Brunch 26. september 2007 2.48
Eftir atburðina í "Kiss on the Lips" partýinu fær Serena ískalda kveðju frá bestu vinkonu sinni Blair, sem segir henni að hún viti að Serena hafi sofið hjá kærastanum hennar, Nate, áður en hún fór á dularfullan hátt í heimavistarskóla. Eins og það geti ekki orðið kaldara, ákveður Serena að fara með Dan í morgunverð til erkióvinar hans, Chucks, á Palace-hótelinu, þar sem hitnar í kolunum. Blair kemst að því að Nate hefur verið að reyna að komast í samband við Serenu, þrátt fyrir að Blair hafi bannað honum það og verður það til þess að litla "kynþokkafulla" leyndarmál Serenu kemur ljós og Dan verður reiður og ákveður að hugsa sig tvisar um áður en hann stígur aftur fæti inn í þennan heim. Chuck ögrar Dan með því að kalla Jenny hóru sem verður til þess að þeir slást áftur. Jenny setur sig í samband við Blair til að komast að því hvað Chuck hefur sagt um sig og Blair ákveður að Jenny sé nothæf í innri hringnum. Dan kemst að því að Lily og Bart Bass, faðir Chucks, eiga í leynilegu ástarsambandi.

Titillinn kemur frá kvikmyndinni The Wild Bunch frá árinu 1969.

3 3 Poison Ivy 3. október 2007 2.75
Þegar fordekruðu unglingarnir í Constance Billard og St. Jude's skólunum búa sig undir spenanndi heimsókn frá fremstu háskólum landsins (e. "Ivy League"), komast Blair og Chuck að stóru leyndarmáli um Serenu sem gæti ekki haldist leyndarmál mikið lengur. Dan hefur sett markið á Dartmouth en Nate, sem hefur áhuga á skólanum þrátt fyrir mikla pressu frá föður sínum, sigrar hann. Á meðan kynnist Jenny litla bróður Serenu, Eric, betur og Rufus neyðist til að kyngja stoltinu og biðja Lily um greiða til að hjálpa syni sínum, Dan.

Titillinn kemur frá kvikmyndinni Poison Ivy frá árinu 1992.

4 4 Bad News Blair 10. október 2007 2.80
Blair verður mjög glöð þegar móðir hennar, Eleanor, velur hana til að vera andlit nýju fatalínu sinnar. En hamingja Blair breytist fljótlega í afbrýðissemi og svik þegar Serena stelur sviðsljósinu og Blair er aftur komin í skuggann af Serenu. Á meðan eru Serena og Dan enn og aftur minnt á að þau koma út tveimur ólíkum heimum og Nate og Chuck taka þátt í "strákahelgi" til að slaka á eftir háskólavikuna.

Titillinn kemur frá kvikmyndinni Bad News Bears frá árinu 1976.

5 5 Dare Devil 17. október 2007 2.41
Dan gerir stórfengleg plön til að heilla Serenu á fyrsta opinberlega stefnumótinu þeirra. Sama kvöld er Jenny boðið í hið fræga náttfatapartý Blair Waldorf og lendir hún í erfiðum leik af "sannleikann eða mönun" (e. truth or dare). Á meðan kemst Lily að því að Eric (Connor Paolo) er horfinn af meðferðarstöðinni og neyðist hún til að leita til fyrrverandi kærastans síns, Rufusar.

Titillinn kemur frá teiknimyndasögunum Daredevil.

6 6 The Handmaiden's Tale 24. október 2007 2.54
Dan er fastur milli tveggja stúlkna þegar æskuvinkona hans, Vanessa, snýr heim og segist bera tilfinningar til hans, rétt þegar hann og Serena eru að finna út úr sambandi sínu. Á hinu fræga "grímuballi" sendir Blair Nate í nokkurs konar fjársjóðsleit en Nate er annars hugar vegna tilfinninga sinna til Serenu. Þrátt fyrir að Blair geri það fullkomlega ljóst að utangarðsfólk fær ekki að koma á ballið, koma Jenny og Dan sér inn á ballið. Að lokum biður Lily Rufus um að fylgja sér á viðburð hjá Eleanor Waldorf til að gera Bart Bass öfundsjúkan.

Titillinn kemur frá bókinni The Handmaid's Tale frá 1985.

7 7 Victor, Victrola 7. nóvember 2007 2.52
Eftir að lifa af "haltu mér/slepptu mér" kafla nýs sambands síns viðurkenna Dan og Serena loks að þau geta ekki verið án hvors annars, þrátt fyrir að ólíkir heimar þeirra reyni alltaf að stía þeim í sundur. Chuck íhugar að fjárfesta í næturklúbbi og vonast til að faðir hans, Bart, verði stoltu af honum. Nate talar við föður sinn, Kapteininn, um eiturlyfin sem hann finnur í húsinu, en faðir hans neitar því að ega við vandamál að stríða. Jenny kemst að leyndarmáli sem faðir hennar, Rufus, og móðir hennar, Allison, hafa haldið frá henni. Að lokum veður Blair niðurlægð þegar Jenny segir að Nate hafi óvart kysst hana þegar hann hélt að hún væri Serena. Blair sefur hjá Chuck, besta vini Nates.

Titillinn kemur frá myndinni Victor Victoria frá 1982.

8 8 Seventeen Candles 14. nóvember 2007 2.95
Eftir að vera eyðilögð yfir núverandi ástarsambandi sínu við Nate og vera enn að takast á við nýlegt framhjáhald sitt, setur Blair upp sparibrosið fyrir 17 ára afmælisdaginn og reynir að fela sannleikann fyrir vinum sínum. Dan reynir að losa spennuna milli Serenu og Vanessu með því að fara með Vanessu í afmælisveislu Blair svo stelpurnar geti tengst aðeins en á endanum verður það aðeins til þess að Serenu líður illa. Jenny kemur með móður sína (Susan Misner) í óvænta heimsókn en Rufus er ekki tilbúinn til að fyrirgefa henni. Foreldrar Nate (Sam Robards og Francie Swift) biðja hann um að færa stóra fórn fyrir fyrirtæki föður síns.

Titillinn kemur frá kvikmyndininni Sixteen Candles frá 1984.

9 9 Blair Waldorf Mus Pie! 28. nóvember 2007 2.93
Þegar Dan kemst að því að Serena og fjölskyldan hennar ætla að eyða Þakkargjörðinni ein á Palace-hótelinu býður hann þeim að eyða hátíðinni með fjölskyldunni sinni, sem býr til óþægilegar aðstæður fyrir Rufus og Lily, því börnin þeirra vita ekki að þau eiga flókna fortíð saman. Á meðan kemst Blair að því að faðir hennar kemur ekki heim yfir hátíðina og Nate eyðir hátíðinni með foreldrum sínum þar sem vandræðalegur kvöldverðurinn verður fljótlega enn verri.

Titillinn kemur frá kvikmyndinni John Tucker Must Die frá 2006.

10 10 Hi, Society 5. desember 2007 2.44
Plön Serenu um að mæta ekki á árlega Cotillion Ball (nokkurs konar kynningarball) er breytt þegar amma hennar, CeCe, telur hana á að fara; Nate sér nýtt viðmót Blair og fær Chuck til að komast að ástæðunni, þar sem hann segir honum að hún haldi framhjá honum með Carter Baizen, sem er útskrifaður úr St. Jude's, sem býr til mikið drama á ballinu. Blair kemst að því að Chuck gerði þetta til að hagnast sjálfur á því, og endar hún því framhjáhaldið og snýr enn og aftur til Nates þar sem þau "fullkomna" sambandið um nóttina. Á meðan fer Jenny á ballið þrátt fyrir að það sé sama kvöld og Allison opnar listasýninguna sína.

Titillinn kemur frá kvikmyndinni High Society frá 1956.

11 11 Roman Holiday 19. desember 2007 1.81
Þegar faðir Blair, Harold kemur heim yfir jólahátíðina með nýjan gest, kærastann Roman, á Blair erfitt með að leyna vonbrigðum sínum og býr til áætlun til að losna við Roman fyrir fullt og allt. Jenny og Vanessa hjálpa Serenu að plana bestu jólagjöfina handa Dan, sem einnig hefur óvæntan glaðning í huga fyrir Serenu. Chuck sendir Blair textaskilaboð um að Nate hafi komið til hans í Mónakó og hefur Blair áhyggjur af því að Chuck gæti komið upp um framhjáhald þeirra. Rufus neitar að vera hinn skilningsríki eiginmaður eftir að fyrrum elskhugi Allison hringir heim til þeirra.

Titillinn kemur frá kvikmyndinni Roman Holiday frá 1953.

12 12 School Lies 2. janúar 2008 2.19
Serena, Blair, Nate, Chuck og vinir þeirra brjótast inn í sundlaug skólans eitt kvöldið, en þegar einn úr hópnum drukknar næstum því, hótar skólinn að reka þann sem ber ábyrgð á innbrotinu. Allir eru sammála um að halda því leyndu og segja ekert, en það býr til mikla spennu milli Dans og Serenu, sem er ekki viss um að hann vilji taka sökina fyrir einhvern annan og setja framtíð sína í hættu. Vanessa vinnur að heimildaverkefni um einkaskóla og nær að mynda Blair og Chuck þegar þau ræða ástarsamband sitt. Lily hugsar um að segja Rufusi hvernig tilfinningar hún ber til hans.

Titillinn kemur frá kvikmyndinni School Ties frá 1992.

13 13 The Thin Line Between Chuck and Nate 9. janúar 2008 2.27
Blaðurskjóðan segir frá því að Serena van der Woodsen hafi verið gripin við kaup á þungunarprófum. Auðvitað er sannleikurinn oft safaríkari og meira hneykslandi en slúðrið í fína hverfinu og þetta er engin undantekning.

Titillinn kemur frá kvikmyndinni A Thin Line Between Love and Hate frá 1996.

14 14 The Blair Bitch Project 21. apríl 2008 2.50
Blair, sem nýlega hefur verið steypt af stóli sem "Queen Bee", snýr aftur í skólann með stuðningi frá bestu vinkonu sinni, Serenu. Á meðan þarf Serena að venjast nýju heimilishaldi með verðandi stjúpbróður sínum, Chuck, en á sama tíma fær hún skrýtna pakka frá óþekktum sendanda. Vinsældir Jenny aukast til muna þegar hún gerir svolítið ólöglegt til að passa inn í hópinn í fína hverfinu.

Titillinn kemur frá kvikmyndinni The Blair Witch Project frá 1999.

15 15 Desperately Seeking Serena 28. apríl 2008 2.53
Heimur Serenu fer á hvolf þegar fyrrum félagi hennar í öllu illu, Georgina Sparks, snýr aftur til Manhattan til að búa til vandræði og grafa upp fortíð Serenu. Þegar Dan tekur eftir því að Serena er utan við sig heldur hann að það hafi eitthvað að gera með verðandi stjúpbróður hennar, Chuck. Nate finnur rómantíkina með einhverri sem hann hafði aldrei búist við, Vanessu. Jenny hittir nýjan strák, Asher Hornsby, sem gæti verið miðinn hennar inn í vinsældir. Að lokum býr Blair til skothelt plan til að eyðileggja fyrir stærsta keppinaut sínum, Nelly Yuki.

Titillinn kemur frá kvikmyndinni Depserately Seeking Susan frá 1985.

16 16 All About My Brother 5. maí 2008 2.12
Georgina segir Serenu að hún sé tilbúin til að opinbera ýmislegt slæmt úr fortíð Serenu en enginn býst við því sem Georgina gerir næst. Blair og Jenny klára vinsældastríðið sitt með skammarlegum orðrómm um hvora aðra í gegnum Blaðurskjóðuna. Dan sér nýja kærasta Jenny, Asher, halda fram hjá henni með strák, sem síðar reynist vera Eric, bróðir Serenu, en Jenny neitar að hlusta á varnarorð bróður síns. Rufus fer til Lilyar til að fá ráð um hvernig hann eigi að taka á nýrri hegðun Jennyar.

Titillinn kemur frá kvikmyndinni All About My Mother frá 1999.

17 17 Woman on the Verge 12. maí 2008 2.71
Þegar Georgina hefur sagt frá raunverulegri ástæðu þess að Serena flúði frá Manhattan í heimavistarskóla, dettur Serena aftur í gamla farið og Blair, Nate og Chuck neyðast til að horfa fram hjá flóknum tilfinningum sínum til hvors annars til að hjálpa vinkonu sinni. Því miður skammast Serena sín of mikið til að deila sannleikanum með Dan, svo hann fer að halda það versta um kærustuna sína. Rufus verður mjög glaður þegar hljómsveitinni hans er boðið að spila á tónleikum styrktum af Rolling Stone-tímaritinu en Lily er ekki sú sem hann býst við að sjá þar, sérstaklega þar sem æfingarkvöldverðurinn hennar er þetta sama kvöld.

Titillinn kemur frá kvikmyndinni Women on the Verge of a Nervous Breakdown frá 1988.

18 18 Much 'I Do' About Nothing 19. maí 2008 3.00
Þar sem líf bestu vinkonu hennar og orðspor er í húfi ákveður Blair að taka málin í sínar hendur og eiga við hina stjórnsömu og illu Georginu Soarks. Lily, sem er aldrei með Rufus langt undan í hugsunum sínum, undirbýr sig fyrir brúðkaupið sitt sem verður viðburður ársins í fína hverfinu. Serena segir Dan að lokum allan sannleikann um fortíð sína en er of seint að bjarga sambandi þeirra? Og Chuck játar við Nate að bera tilfinningar til Blair, sem gerir þeim kleift að bjarga vináttu sinni.

Titillinn kemur frá Shakespear-leikritinu Muck Ado About Nothing.