Fara í innihald

Google kort

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Google Maps)

Google Maps er ókeypis kortaþjónusta frá Google sem býður upp á götukort, loftmyndir, leiðbeiningar fyrir ýmsa ferðamáta og leitarvél fyrir fyrirtæki. Loftmyndirnar eru ekki sýndar í rauntíma heldur eru þær nokkurra mánuða eða ára gamlar. Notast er við Mercator-vörpun og þess vegna eru heimskautssvæði frekar skökk á kortinu. Svipuð þjónusta sem heitir Google Earth er líka í boði en hún gerir notendum kleift að skoða heiminn í þrívídd. Google Maps fór í loftið 8. febrúar 2005 eftir Google keypti ástralska fyrirtækið Where 2 Technologies. Þjónustan var þróuð af dönsku bræðrunum Lars og Jens Rasmussen sem unnu báðir í fyrirtækinu.

Google Street View er tengd þjónusta sem notuð er í gegnum Google Maps en með henni geta notendur skoðað víðurmyndir af götum. Google safnar myndum fyrir Street View með því að aka um vegi og götur á sérstökum bíl. Söfnun á Street View-myndum hófst á Íslandi í júlí 2013.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.