Fara í innihald

Glock

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Glock GmbH)

Glock GmbH er austurrískt skotvopnafyrirtæki, stofnað árið 1963 af Gaston Glock. Nú á tímum býr Glock til 35 gerðir af skammbyssum og 2 gerðir af hnífum. Glock skammbyssur eru heimsfrægar og eru víða notaðar í herjum og sérsveitum. Einnig notar íslenska sérsveitin (Víkingasveitin) og Íslenska Friðargæslan Glock skammbyssur.

Glock var stofnað árið 1963 af austurrískum verk-/tæknifræðingi Gaston Glock. Fyrirtækið framleiddi í fyrstu hnífa, verkfæri, plastmagasín og æfingarhandsprengjur, en hóf ekki framleiðslu á skotvopnum fyrr en árið 1970 þegar þeir settu á markað vélbyssubelti. Fyrsta skammbyssan, Glock 17, sem fyrirtækið bjó til, var hönnuð á fyrri hluta níunda áratugarins og var að hluta til úr plastefni, sem þá var nýung í skammbyssum.

Samstarfsmaður stofnandans, Gaston Glocks reyndi að ráða hann af dögunum og réð til verkanarins flugumann. Í árásinni 1999 hlaut Gaston þung höfuðhögg, en tókst að verjast með berum höndum og flýja af vettvangi. Tilræðismennirnir hlutu þunga fangelsisdóma í kjölfarið.

Skammbyssur

[breyta | breyta frumkóða]
Glock 17
Glock 19

Listi yfir skammbyssur framleiddar af Glock.

Glock Feldmesser FM 78
  • Glock Feldmesser FM 78
  • Glock Feldmesser FM 81