Fara í innihald

Glasgow-flugvöllur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Glasgowflugvöllur)
Glasgow-flugvöllur.

Glasgow-flugvöllur, líka þekktur sem Alþjóðaflugvöllurinn í Glasgow (IATA: GLA[1]; ICAO: EGPF) (gelíska: Port-adhair Eadar-nàiseanta Ghlaschu), áður nefndur „Abbotsinch-flugvöllur“, er alþjóðaflugvöllur í Skotlandi. Hann er í Paisley í Renfrewshire, 16 km vestan við miðborg Glasgow. Árið 2019 fóru 8,84 milljón farþegar um flugvöllinn sem var sá annar mest notaði í Skotlandi, á eftir Edinborgarflugvelli og níundi mest sótti flugvöllur Bretlands.

Eigandi og rekstraraðili flugvallarins er AGS Airports sem líka rekur Aberdeen-flugvöll og Southampton-flugvöll. Áður var hann í eigu Heathrow Airport Holdings (áður þekkt sem BAA).[2] Helstu notendur flugvallarins eru flugfélögin easyJet og Loganair, en önnur stór flugfélög sem fljúga þangað eru meðal annars Jet2.com og TUI Airways. Glasgow-flugvöllur er áfangastaður Icelandair í Skotlandi.

Flugvöllurinn var opnaður árið 1966 og í fyrstu var aðeins flogið þaðan til áfangastaða í Bretlandi og Evrópu. Seinna tók Glasgow-flugvöllur við alþjóðaflugum sem áður fóru um Prestwick-flugvöll sem varð annar flugvöllur borgarinnar með flug á vegum Ryanair og leiguflugfélaga.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „IATA Airport Search (GLA)“. International Air Transport Association. Afrit af uppruna á 7. ágúst 2013. Sótt 17. ágúst 2013.
  2. „Who we are“. Heathrow Airport Holdings. 2013. Afrit af uppruna á 18. janúar 2013. Sótt 28. janúar 2013.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.