Loganair

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Saab 350 rekin af Loganair.

Loganair er skoskt flugfélag með höfuðstöðvar á Glasgow-flugvelli í Paisley. Flugfélagið rekur starfsstöðvar í Edinborg, Inverness, Dundee og Norwich. Loganair einblínir á flug innan Bretlandseyja og þá aðallega innan Skotlands, einkum til og frá eyjunum. Flugfélagið var stofnað árið 1962 af Willie Logan, en þá rak það leiguflug með einni vél frá Edinborg. Árið 1967 keypti flugfélagið þrjár vélar í viðbót og hóf áætlunarflug til Orkneyja og svo Hjaltlandseyja árið 1970.

Í febrúar 2019 þegar flugfélagið Flybmi hætti starfsemi tilkynnti Loganair að það myndi taka við rekstur frá Aberdeen til Bristol, Óslóar og Esbjerg, frá Newcastle til Stafangurs og Brússel og frá Derry á Norður-Írlandi til London Stansted. Eins og er flýgur Loganair til 44 áfangastaða á Bretlandi, Ermasundseyjum, Mön, Írlandi og meginlandi Evrópu. Loganair rekur stysta reglulega áætlunarflugið í heimi frá Vesturey til Papeyjar í Hjaltlandseyjum, en flugtíminn er undir einni mínútu.

  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.