Fara í innihald

Glútamat

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Glútamiksýra)

Glútamat er örvandi taugaboðefni í miðtaugakerfi mannsins. Það er ýmist myndað úr glúkósa gegnum Krebs-/Sítrónusýruhringinn eða glútamíni í taugatróðsfrumum. Glútamat er geymt í geymslubólum í umfrymi taugafrumna og losnar gegnum kalsíum-háða útfrumum (e. exocytosis).

Líkaminn fær nauðsynlegt magn glútamats í gegnum prótín í fæðu. Það er algengt að fólk fái viðbótarmagn af glútamati í gegnum efni sem notuð eru til að bragðbæta mat eins og MSG. Glútamati er oft bætt í unna matvöru. Hugsanlegt er talið að óhóflegt magn glútamats í fæðu hafi áhrif á sjúkdóma sem tengjast of mikilli virkni í heila- og taugastarfsemi.

Viðtakar fyrir Glútamat

[breyta | breyta frumkóða]

Í líkamanum eru þrennskonar viðtakar fyrir glútamat;

NMDA viðtakar

[breyta | breyta frumkóða]
  • Viðtakinn er jónagöng. Glútamat verkar sem vaki (e. ligand) og því er NMDA viðtakinn vaka-stýrð jónagöng. Viðtakinn er gegndræpur fyrir Na+ og Ca+2 jónum og NMDA-agonisti eykur þetta gegndræpi. Svæfinga-og verkjalyfið Ketamine verkar sem antagonisti á viðtakann, þ.e. óvirkjar hann og minnkar þar með gegndræpið fyrir kalsíumjónum.
  • Til að virkja viðtakann þarf bæði glútamat og glycine að bindast honum.
  • Viðtakinn tekur þátt í langtímaeflingu ásamt AMPA viðtakanum.

AMPA viðtakar

[breyta | breyta frumkóða]

Kainate viðtakar

[breyta | breyta frumkóða]


Taugaboðefni

AsetýlkólínadrenalíndópamínGABAglútamathistamínnoradrenalínserótónín