Langtímaefling

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Langtímaefling er styrking tengsla á milli tveggja taugafrumna sem örvandi taugaboðefnið glútamat miðlar. Langtímaefling er talin undirstaða minnis í heilanum. Fyrirbærið var fyrst fundið í dreka sem er heilastöð í randkerfinu sem sinnir námi og minni. Undirstaða langtímaeflingar er að fyrirtaugaþráður örvi eftirtaugaþráðinn nægilega mikið svo taugamótin þar á milli styrkist.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.