Viðtakahindri
Útlit
(Endurbeint frá Antagonisti)
Viðtakahindri eða antagonisti er efni sem binst við viðtaka á frumuhimnu líkamans og temprar eða hindrar virkni hans.[1] Viðtakahindrar eiga bæði upptök innan líkamans, sem hormón og taugaboðefni, og utan hans, sem lyf. Andstæðan við viðtakahindra eru viðtakaörvar (agonistar).
Lyf sem antagonistar
[breyta | breyta frumkóða]Þekktustu dæmin um viðtakahindra eru hjartalyfin β-blokkerar sem bindast β-viðtökum fyrir adrenalín og noradrenalín og hindra að þau verki á viðtakana. Þegar noradrenalín binst við viðtaka sinn eykst hjartsláttartíðni og blóðþrýstingur hækkar. Með β-blokkerum má tempra þessa virkni, því viðtakinn er bundinn lyfinu sem hemur viðtakann, og áhrif lyfsins–- lækkaður blóðþrýstingur og lægri hjartsláttartíðni – nást fram.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Rang, H.P.; Ritter, J.M.; Flower, R.J.; Henderson, G (2016). Rang&Dale's Pharmacology. Elsevier. ISBN 978-0-7020-5363-4.