Gilbert Murray

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Gilbert Murray

Gilbert Murray (eða George Gilbert Aime) (2. janúar 186620. maí 1957) var breskur fornfræðingur og stjórnmálamaður. Hann fæddist í Sydney í New South Wales í Ástralíu. Hann var menntaður í Merchant Taylors' School og St John's College í Oxford. Hann varð Regius Professor of Greek við Oxford háskóla árið 1908.

Þýðingar hans á grískum harmleikjum voru nokkuð vinsælar á sínum tíma.

Hann var alþjóðasinni og tók þátt í starfi Þjóðabandalagsins, sem fulltrúi Suður-Afríku, og átti seinna þátt í að koma á fót Oxfam. Hann var kvæntur Lady Mary Howard sem olli því að honum bregður fyrir í leikriti George Bernard Shaw Major Barbara.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.