Georges Jacques Danton
Georges Jacques Danton | |
---|---|
Fæddur | 26. október 1759 |
Dáinn | 5. apríl 1794 (34 ára) |
Dánarorsök | Hálshöggvinn |
Störf | Lögfræðingur, stjórnmálamaður |
Trú | Kaþólskur |
Maki | Antoinette Gabrielle Charpentier (g. 1787, d. 1793); Louise Sébastienne Gély (g. 1793–1794) |
Undirskrift | |
Georges Jacques Danton (26. október 1759 – 5. apríl 1794) var franskur lögfræðingur og stjórnmálamaður. Danton var einn af lykilpersónunum í frönsku byltingunni. Danton var kraftmikill ræðumaður og þótti mikil andstæða Maximiliens Robespierre hvað varðaði bæði persónuleika og hæfileikasvið. Danton skaut Frökkum eldmóð í brjóst þegar innrásir vofðu yfir Frakklandi í byrjun frönsku byltingarstríðanna og lét þau orð falla að til þess að bjarga Frakklandi þyrfti „eldmóð, meiri eldmóð og ávallt meiri eldmóð“ („Il nous faut de l’audace, encore de l’audace, toujours de l’audace, et la France est sauvée!“). Danton hikaði þó ekki við að reyna að semja við konungsveldin sem sóttu að franska lýðveldinu um skjótan frið.
Danton var hálshöggvinn á fallöxinni að frumkvæði Robespierre þann 5. apríl 1794.[1] Þegar hann var leiddur fram hjá Robespierre á leið í fallöxina kallaði Danton til hans: „Robespierre, þú átt eftir að fylgja mér! Húsið þitt verður jafnað við jörðu og salti stráð yfir!“
Líkt og Robespierre hefur goðsögn myndast í kringum Danton sem erfitt er að skilja frá manninum. Orðspor Dantons er mjög ólíkt meðal stuðningsmanna hans og Robespierre: Á meðal hinna síðarnefndu er Danton talinn hugsjónalaus og spilltur klækjarefur sem var reiðubúinn til að svíkja byltinguna en meðal hinna fyrrnefndu er hann talinn hafa verið heitur lýðveldissinni og föðurlandsvinur.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Mathiez, Albert, Franska byltingin, síðara bindi, Mál og menning (Reykjavík), 1972, bls. 300.