Georg Berna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Georg Berna (fæddur 30. júní 1836, dáinn 18. október 1865) var þýskur náttúrufræðingur. Hann skipulagði og fjármagnaði leiðangur, sem farinn var á Joacim Hinrich frá Hamborg 29. maí 1861 til Noregsstranda, Jan Mayen og Íslands.

Aðrir þátttakendur voru Carl Vogt (18171895) svissneskur náttúrufræðingur og rithöfundur, sem skrifaði bókina Nord-Fahrt (útg. 1863) um ferðalagið. Bókin hét fullu nafni: Nord-Fahrt entlang der Norwegischen Küste, nach dem Nordkap, den Insel Jan Mayen und Island. Í Bernaleiðangrinum voru líka Johann Heinrich Hasselhorst, þýskur myndlistamaður — og myndir hans skreyttu bókina. Frummyndirnar eyðilögðust trúlega í loftárásunum á Frankfurt. Georg Berna sneri heim með íslenskan kvenbúning sem varðveittur var í kastala Berna í nágrenni Frankfurt í meira en öld, hann slapp heill umdan tveimur heimsstyrjöldum. Búningnum fylgdi skotthúfa, nisti og víravirkisbelti. Árið 1895 var tekin ljósmynd af búningnum í kastalanum. Johann Heinrich Hasselhorst teiknaði líka 1863 Ladies on Horseback sem hékk lengi í vinnustofu Berna.

Auk þeirra voru í ferðinni: Alexander Gressly, dýrafræðingur og Alexander Herzen, læknir og lífeðlisfræðingur.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Ponzi, Frank. Ísland á 19. öld.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]