Fara í innihald

Geldingaholt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Geldingaholt er bær í Skagafirði vestan Héraðsvatna og var áður í Seyluhreppi. Bærinn stendur á samnefndri hæðarbungu sem rís upp frá Vallhólminum austan við Langholt, skammt norðan Varmahlíðar. Austan við Geldingaholt rennur Húseyjarkvísl og kallast þar Holtskvísl.

Geldingaholt var eitt af stórbýlum Skagafjarðar og þar bjuggu ýmsir höfðingjar fyrr á öldum. Þórður kakali bjó þar um tíma, áður en hann var kallaður út á fund Noregskonungs. Þá setti hann Odd Þórarinsson til forráða en Eyjólfur ofsi Þorsteinsson og Hrafn Oddsson gerðu aðför að honum í janúar 1255 og var Oddur veginn eftir harða vörn.

Þegar Gissur Þorvaldsson var kallaður á konungsfund árið 1254 eftir Flugumýrarbrennu setti hann Odd Þórarinsson yfir ríki sitt í Skagfirði og sat Oddur í Geldingaholti. Þeir Eyjólfur ofsi og Hrafn Oddsson ásamt harðsnúnu liði úr her Sturlunga fóru að Oddi þá um veturinn og drápu hann.

Í Geldingaholti var kirkja til 1765 og var hún helguð Pétri postula. Hólastóll átti Geldingaholt og rak þar bú um margra alda skeið.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Hjalti Pálsson (ritstj.): Byggðasaga Skagafjarðar II. bindi. Staðarhreppur - Seyluhreppur. Sögufélag Skagfirðinga, 2001. ISBN 978-9979-861-10-2