Geheimeráð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Geheimeráð er embættisaðalsnafnbót sem var úthlutað til háttsettra embættismanna frá tímum Kristjáns IV Danakonungs. Upphaflega var nafnbótin óopinber og fengin nánustu ráðgjöfum konungs, öðrum en ríkisráðinu. Á árunum 1670-1770 fengu þeir einir þessa nafnbót, sem voru í Leyndarráði konungs. Frá 1770-1808 var geheimeráð heiðursnafnbót af fyrsta flokki, sem veitti viðkomandi rétt til að láta ávarpa sig „yðar ágæti“.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]