Garam masala

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dæmigerð innihaldsefni í garam masala: svartur pipar, múskatsblóm, grænar kardemommur, kanell, múskatshnetur, svartar kardemommur og negull.

Garam masala (hindí-úrdú: گرم مصالحہ/गरम मसाला garm masala, „heitt krydd“) er möluð kryddblanda upprunnin á Indlandi sem er algeng í matargerð um allan heim, en sérstaklega í Suður-Asíu og Karíbahafi. Það sem helst einkennir bragð af garam masala eru kanell, múskat og svartar kardemommur, en í dæmigerðri indverskri garam masala-blöndu eru gjarnan fennelfræ, indversk lárviðarlauf, svartur og hvítur pipar, negull, kanill eða kassía, múskatsblóm og múskatshneta, svartar og grænar kardemommur, broddkúmen, kóríanderfræ og eldpipar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.