Fara í innihald

Gagnaver Verne Global í Reykjanesbæ

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gagnaver Verne GlobalÁsbrú er stórt gagnaver sem Verne Global reisti Suðurnesjum 2012.[1]

Miklar deilur höfðu verið um eignarhald Verne Holding en Björgólfur Thor var einn af eigendum þess og settu margir stórt spurningamerki við eignarhald hans, þar sem litið var á gagnaverið sem uppbyggingu eftir bankahrunið. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði til dæmis að fyrst Björgólfur gæti tekið lán fyrir fjárfestingu til að reisa gagnaver á Reykjanesi, þá ætti hann að taka lán og greiða Icesave fyrst.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.