Gaddeðluætt
Útlit
Gaddeðluætt Tímabil steingervinga: Krítartímabilið | ||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Afsteypa af beinagrind stjakyglis (Scolosaurus thronus).
| ||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||
|
Gaddeðluætt (e. Ankylosauridae) var ætt risaeðla sem tilheyrði ættbálki flegla. Í henni eru þó nokkrar frægar tegundir á borð við gaddeðlu (Ankylosaurus magniventris), gaddygli (Euoplocephalus tutus) og liljueðlu (Minmi paravertebra). Líklegt er að gaddeðlur eigi uppruna sinn að rekja til annað hvort Norður-Ameríku eða Asíu, ekki hafa fundist neinir einstaklingar af gaddeðluætt í Gondvanalandi. Hópurinn einkennist af lágreistum og brynvörðum líkama með stinnum hala sem oftast endar í beinkylfu.
Ættin var uppi frá um 122 milljón árum til um 66 milljón árum, og spannar því allt Krítartímabilið.[1]
Tegundir
[breyta | breyta frumkóða]Í hópnum er fjöldi tegunda frá Norður-Ameríku og Asíu. Skyldleika sumra þeirra má sjá hér að neðan[2]:
| ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Fastovsky, David E.; Weishampel, David B. (2012). Dinosaurs: A Concise Natural History (2nd ed.). Cambridge: Cambridge University Press.
- ↑ Thompson, Richard S.; Parish, Jolyon C.; Maidment, Susannah C. R.; Barrett, Paul M. (2012-06). „Phylogeny of the ankylosaurian dinosaurs (Ornithischia: Thyreophora)“. Journal of Systematic Palaeontology (enska). 10 (2): 301–312. doi:10.1080/14772019.2011.569091. ISSN 1477-2019.