Fara í innihald

Gaddeðluætt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gaddeðluætt
Tímabil steingervinga: Krítartímabilið
Afsteypa af beinagrind stjakyglis (Scolosaurus thronus).
Afsteypa af beinagrind stjakyglis (Scolosaurus thronus).
Vísindaleg flokkun
Veldi: Heilkjörnungar (Eukaryota)
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Skriðdýr (Sauropsida)
Yfirættbálkur: Risaeðlur (Dinosauria)
Ættbálkur: Fleglar (Ornithischia)
(óraðað) Skjaldberar (Thyreophora)
(óraðað) Ankylosauria (Bryneðlur)
Ætt: Gaddeðluætt (Ankylosauridae)
Steingerð halakylfa gaddeðlu

Gaddeðluætt (e. Ankylosauridae) var ætt risaeðla sem tilheyrði ættbálki flegla. Í henni eru þó nokkrar frægar tegundir á borð við gaddeðlu (Ankylosaurus magniventris), gaddygli (Euoplocephalus tutus) og liljueðlu (Minmi paravertebra). Líklegt er að gaddeðlur eigi uppruna sinn að rekja til annað hvort Norður-Ameríku eða Asíu, ekki hafa fundist neinir einstaklingar af gaddeðluætt í Gondvanalandi. Hópurinn einkennist af lágreistum og brynvörðum líkama með stinnum hala sem oftast endar í beinkylfu.

Ættin var uppi frá um 122 milljón árum til um 66 milljón árum, og spannar því allt Krítartímabilið.[1]

Í hópnum er fjöldi tegunda frá Norður-Ameríku og Asíu. Skyldleika sumra þeirra má sjá hér að neðan[2]:

Skeljungsætt

Gaddeðluætt

Liljueðla

Liaoningosaurus paradoxus

Cedarpelta bilbeyhallorum

Gobisaurus domoculus

Shamosaurus scutatus

Zhongyuansaurus luoyangensis

Tsagantegia longicranialis

Shanxia tianzhensis

"Crichtonsaurus" benxiensis

Dyoplosaurus acutosquameus

Pinacosaurus mephistocephalus

Gaddeðla

Stjakygli

Gaddygli

Minotaurasaurus ramachandrani

Pinacosaurus grangeri

Nodocephalosaurus kirtlandensis

Talarurus plicatospineus

Tianzhenosaurus youngi

Saichania chulsanensis

Tarchia gigantea

  1. Fastovsky, David E.; Weishampel, David B. (2012). Dinosaurs: A Concise Natural History (2nd ed.). Cambridge: Cambridge University Press.
  2. Thompson, Richard S.; Parish, Jolyon C.; Maidment, Susannah C. R.; Barrett, Paul M. (2012-06). „Phylogeny of the ankylosaurian dinosaurs (Ornithischia: Thyreophora)“. Journal of Systematic Palaeontology (enska). 10 (2): 301–312. doi:10.1080/14772019.2011.569091. ISSN 1477-2019.