Fara í innihald

Gabrielle Anwar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gabrielle Anwar
Anwar á Genesis verðlaununum, Kaliforníu, 28. mars 2009
Anwar á Genesis verðlaununum, Kaliforníu, 28. mars 2009
Upplýsingar
Fædd4. febrúar 1970 (1970-02-04) (54 ára)
Ár virk1986 -
Helstu hlutverk
Fiona Glenanne í Burn Notice
Donna í Scent of a Woman
Drottningin Anne í The Three Mustketeers
Prinsessan Margarét í The Tudors

Gabrielle Anwar(fædd, 4. febrúar 1970) er ensk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Burn Notice, Scent of a Woman, The Three Musketeers og The Tudors.

Anwar er fædd og uppalinn í Laleham, Middlesex á Englandi og stundaði nám við Italia Conti Academy of Theatre Arts í drama og dansi.

Anwar fluttist nítján ára gömul til Los Angeles ásamt bandaríska leikaranum Craig Sheffer en þau kynntust í London og saman eiga þau eina dóttur. Var hún síðan gift leikaranum John Verea og saman eiga þau tvö börn.[1]

Hefur hún síðan 2010 verið í sambandi við veitingahúsaeigandann Shareef Malnik.[2]

Fyrsta sjónvarpshlutverk Anwar var árið 1986 í Hideaway. Hefur hún síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við First Born, Press Gang, Beverly Hills 90210, John Doe, Law & Order: Special Victims Unit og The Tudors.

Anwar lék fyrrverandi IRA fulltrúann Fiona Glenanne í Burn Notice frá 2007-2013, þegar hætt var við framleiðslu á þættinum.[3]

Fyrsta kvikmyndahlutverk Anwar var árið 1988 í Manifesto. Árið 1992 var henni boðið lítið hlutverk í Scent of a Woman sem Donna, þar sem hún dansar tangó við persónu Al Pacino. Lék hún á móti Charlie Sheen, Kiefer Sutherland og Chris O´Donnell í The Three Musketeers árið 1993. Síðan þá hefur hún komið fram í kvikmyndum á borð við Nevada, If You Only Knew, Save It for Later og A Warrior´s Heart.

Kvikmyndir og sjónvarp

[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1988 Manifesto Tina
1991 If Looks Could Kill Mariska
1991 Wild Hearts Can't Be Broken Sonora Webster
1992 Scent of a Woman Donna
1993 Body Snatchers Marti Malone
1993 For Love or Money Andy Hart
1993 The Three Musketeers Drottningin Anne
1995 Innocent Lies Celia Graves
1995 Things to Do in Denver When You're Dead Dagney
1996 The Grave Jordan
1997 Nevada Linny
1998 Beach Movie Sunny
1999 The Manor Charlotte Kleiner
1999 Kimberly Kimberly
2000 If You Only Knew Kate
2000 The Guilty Sophie Lennon
2000 North Beach Lu
2001 Flying Virus Ann Bauer
2003 Save It For Later Catherine
2006 9/Tenths Jessica
2006 The Marsh Claire Holloway
2006 Crazy Eights Beth Patterson
2008 iMurders Lindsay Jefferies
2011 A Warrior's Heart Claire Sullivan
2011 The Family Tree Nina
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1986 Hideaway Tracy Wright 6 þættir
1988 The Storyteller Lidia Þáttur: Fearnot
1988 First Born Nell Forester Þáttur nr. 1.3
1989 Summer's Lease Chrissie Kettering 2 þættir
1989 Prince Caspian and the Voyage of the Dawn Treader Prinsessa 3 þættir
1990 Press Gang Sam Black 12 þættir
1991 I misteri della giungla nera Ada Corishant Sjónvarps-mínisería
1992 Beverly Hills 90210 Tricia Kinney Þáttur: Fire and Ice
1993 Fallen Angels Delia Þáttur: Dead End for Delia
1995 In Pursuit of Honor Jessica Stuart Sjónvarpsmynd
1997 The Ripper Florry Lewis Sjónvarpsmynd
1999 My Little Assassin Marita Lorenz Sjónvarpsmynd
2000 Without Malice Susan Sjónvarpsmynd
2000 How to Marry a Billionaire: A Christmas Tale Jenny Seeger Sjónvarpsmynd
2001 The Practice Katie Defoe Þáttur: Dangerous Liaisons
2002 Sherlock Rebecca Doyle Sjónvarpsmynd
2002-2003 John Doe Rachel Penbroke 2 þættir
2004 Try to Remember Lisa Monroe Sjónvarpsmynd
2005 Mysterious Island Jane Sjónvarpsmynd
2006 Long Lost Son Kristen Sheppard/Halloran/Collins Sjónvarpsmynd
2006 The Librarian: Return to King Solomon's Mines Emily Davenport Sjónvarpsmynd
2007 The Tudors Prinsessan Margarét 6 þættir
2008 Law & Order: Special Victims Unit Eva Sintzel Þáttur: Inconceivable
2010 Lies Between Friends Joss Jenner Sjónvarpsmynd
2011 Carnal Innocence Caroline Sjónvarpsmynd
2007 – til dags Burn Notice Fiona Glenanne 85 þættir

Verðlaun og tilnefningar

[breyta | breyta frumkóða]

Academy of Sciene Fiction, Fantasy & Horror Films-verðlaunin

  • 2007: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir The Librarian: Return to King Solomon´s Mines.

Gemini-verðlaunin

  • 2008: Tilnefnd sem besta leikkona í gestahluverki í dramaseríu fyrir The Tudors.

Teen Choice-verðlaunin

  • 2010: Tilnefnd sem besta leikkona í spennuþætti fyrir Burn Notice.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Ævisaga Gabrielle Anwar á IMDB síðunni
  2. Marr, Madeleine (11. nóvember 2010). „Gabrielle Anwar, Shareef Malnik: love story“. Sótt 3. febrúar 2011.[óvirkur tengill]
  3. „Burn Notice: USA TV Series Ending (Official)“. Sótt 10. maí 2013.