Fara í innihald

GNU

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá GNU's Not Unix)
GNU merkið, teiknað af Etienne Suvasa

GNU (ensk endurkvæmskammstöfun fyrir GNU's Not Unix eða GNU er ekki Unix) er frjálst hugbúnaðarverkefni með það að markmiði að búa til frjálst stýrikerfi. Því var upprunalega ýtt af stokkunum í september 1983 af Richard Stallman.

Samkvæmt Stallman er nafnið er borið fram guh-NÚ eða ˌgəˈnɯ eins og það er oftast skrifað í alþjóðlega hljóðstafrófinu.

UNIX-stýrikerfið var þegar víðnotað þegar byrjað var að skrifa GNU, þar sem hönnun þess hafði þegar sannað sig, var ákveðið að gera GNU samhæft því. Hönnun UNIX gerði GNU kleift að skrifa eitt og eitt forrit í einu til að koma í stað fyrir álíka forrit í UNIX. Ekki þurfti þó að skrifa allt frá grunni þar sem ýmsir hlutar t.d. TeX og X-gluggakerfið voru þegar til og voru frjáls. Linus Torvalds skrifaði einnig Linux styrikerfiskjarnann fyrir GNU stýrikerfið og er oft talað um GNU stýrikerfið með undirliggjandi Linux kjarnann sem GNU/Linux eða jafnvel einfaldlega Linux þótt GNU sé oftast mun stærri hluti af grunnkóðanum.

Tilkynnt var um verkefnið í bréfi sem sent var þann 27. september 1983 á Usenet fréttahópana net.unix-wizards og net.usoft. Vinna við stýrikerfið byrjaði þó ekki á fullu fyrr en 5. janúar 1984 þegar Stallman sagði starfi sínu hjá MIT lausu sökum ótta við það að MIT myndi kasta eign sinni á GNU og/eða trufla dreifingu þess sem frjáls hugbúnaðar. Um árið 1990 var GNU stýrikerfið nánast tilbúið; það vantaði bara stýrikerfiskjarnann —– Hurd (venjulega kallaður „the Hurd“), en Hurd er ensk skammstöfun fyrir „Hird of Unix-Replacing Daemons“ og þar er Hird aftur (ensk) skammstöfun á „Hurd of Interfaces Representing Depth“.[1] Það má því segja að skammstöfunin sé endurkvæm í tveim skrefum.

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Schwinge, Thomas. „Uppruni nafnsins á Hurd“ (enska). Sótt 12. mars 2009. „Hurd stands for Hird of Unix-Replacing Daemons. And, then, Hird stands for Hurd of Interfaces Representing Depth.“