Grýlurnar
Grýlurnar | |
---|---|
Fæðing | Grýlurnar |
Uppruni | Reykjavík, Íslandi |
Ár | 1981 - 1984 |
Stefnur | pönk, framsækið rokk, rokk |
Útgáfufyrirtæki | Steinar hf. |
Samvinna | Stuðmenn |
Meðlimir | Ragnhildur Gísladóttir Herdís Hallvarðardóttir |
Grýlurnar var íslensk hljómsveit sem starfaði frá 1981 til 1983 og stundum talin fyrsta íslenska kvennahljómsveitin en tónlistin einkenndist af pönki og framsæknu rokki.
Ragnhildur Gísladóttir hætti í Brimkló snemma árs 1981 og tilkynnti að hún hyggðist stofna sína eigin kvennahljómsveit. Þann 1. apríl var sveitin svo formlega stofnuð af Ragnhildi, sem söng og lék á hljómborð ásamt Herdísi Hallvarðsdóttur, sem á þeim tíma var nemi á fagott og óbó, Ingu Rúni Pálmarsdóttur, sem spilaði á gítar og Lindu Björk Hreiðarsdóttur sem spilaði á trommur.
Árið 1982 voru Grýlurnar fengnar til þess að leika í kvikmynd Stuðmanna, Með allt á hreinu, undir nafninu Gærurnar. Myndin vakti mikla lukku og komu Grýlurnar m.a. fram á samnefndri plötu með lögum úr myndinni. Í kjölfar myndarinnar beið sveitarinnar þónokkur frægð og gáfu þær út sína fyrstu og einu breiðskífu, Mávastellið, árið 1983.
Á stuttri starfsævi sveitarinnar afrekaði hún að fara í tónleikaferðalag til Skandinavíu og Bandaríkjanna þótt ekki væru allir sveitarmeðlimir sammála um að sækja ætti á erlend mið.
Þegar Herdís dró sig í hlé frá hljómsveitinni af heilsufarsástæðum 1983 byrjaði að flosna uppúr samstarfinu. Þrátt fyrir miklar tilraunir meðlima var öllum orðið ljóst í árslok 1984 að dagar Grýlanna voru taldir.
Plötur
[breyta | breyta frumkóða]- 1981 — Grýlurnar
- 1983 — Mávastellið