Gári

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Gári
tekin nálægt  Cameron's Corne.
tekin nálægt Cameron's Corne.
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: (Animalia)
Fylking: (Chordata)
Flokkur: (Aves)
Ættbálkur: (Psittaciformes)
Ætt: (Platycercini)
Ættkvísl: (Melopsittacus)
Tegund: Melopsittacus Undulatus
Tvínefni
Melopsittus Undulatus
(Shaw, 1840)
Náttúruleg búsvæði Gárans er rauða svæðið
Náttúruleg búsvæði Gárans er rauða svæðið

Gári, samkvæmispáfi eða budgerigar (Fræðiheiti:Melopsittus Undulatus). Gárar eru upprunalega frá Ástralíu. Þeir halda sig í hópum þar og geta komist af í fleiri daga án vatns. Þeir eru yfirleitt grænir villtir en ræktaðir gárar geta verið bláir, hvítir, gráir, bleikir og gulir.

Vistfræði[breyta | breyta frumkóða]

Gárar lifa saman í hópum á opnum svæðum, í skóglendi og á graslendi Ástralíu. Þeir búa ekki á einum stað í einu heldur binda þeir sig við framboð matar og vatns. Þeir lifa á fræjum, grösum og hveiti.

Stærð og lífslengd[breyta | breyta frumkóða]

Fullvaxinn gári er aðeins 17 cm til 20 cm að lengd, þó að langt stélið sé mælt með og vegur um það bil 35 g. Meðalaldur gárans er fimm til sjö ár en getur orðið 18-20 ára.

Þroskastig[breyta | breyta frumkóða]

Gárar búa sér til hreiður innan í trjám eða tréstaurum. Gárar verpa fjórum til átta eggjum og það tekur um tuttugu daga fyrir þau að klekjast út. Ungarnir fæðast blindir en þegar þeir eru 10 daga gamlir fá þeir sjón og þeim vaxa fjaðrir. Við fimm vikna aldur eru þeir orðnir nógu þróskaðir til þess að bjarga sér sjálfir og flogið. Það er mjög auðvelt að segja til um kyn gára, því karlfuglar hafa bláan gogg en kvenfuglar ljósgulan eða brúnleitan.

Kvenkyns gári

Gárar sem gæludýr[breyta | breyta frumkóða]

Ungir gárar sem eru handmataðir laga sig fljótt að nýjum aðstæðum og umönnnun. Mjög gott er að venja þá á nýjum aðstæðum sem þeir munu lenda í seinna á lífsleiðinni til dæmis að fara í bíltúr, heimsókn til dýralæknis, margir gestir í heimsókn í einu og önnur gæludýr á heimilinu.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • [1] Animalia ehf - 7. maí 2013
  • [2] Furðufuglar og fuðrufiskar - 7. maí 2013