Fara í innihald

Gálgaskegg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gálgaskegg
Ástand stofns

Í mikilli útrýmingarhættu Náttúrufræðistofnun Íslands[1]
Vísindaleg flokkun
Ríki: Sveppir (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Lecanoromycetes
Ættbálkur: Diskfléttubálkur (Lecanorales)
Ætt: Litskófarætt (Parmeliaceae)
Ættkvísl: Bryoria
Tegund:
Gálgaskegg (B. implexa)

Tvínefni
Bryoria implexa

Gálgaskegg (fræðiheiti: Bryoria implexa) er tegund fléttna af litskófarætt. Gálgaskegg er flokkað sem tegund í bráðri útrýmingarhættu á válista íslenskra plantna 1996.

Gálgaskegg er dökkbrúnt, stundum með ólífublæ, matt eða eilítið gljáandi og gert úr löngum þráðum og líkist nokkuð jötunskeggi. Þalið er hangandi, hárkennt, 5-10 cm langt og sívalt. Stofngreinarnar eru 0,2-0,3 mm í þvermál en fínni greinar 0,1 mm í þvermál.[2]

Gálgaskegg hefur ekki sést með askhirslum á Íslandi.[2]

Útbreiðsla og búsvæði

[breyta | breyta frumkóða]

Gálgaskegg vex á hraundröngum[1] og finnst bæði í Norður-Ameríku og í Evrópu.[3] Það hefur aðeins fundist á einum stað á Íslandi, á Gálgakletti á Álftanesi og þaðan er íslenskt heiti tegundarinnar dregið.[2]

Efnafræði

[breyta | breyta frumkóða]

Gálgaskegg inniheldur norstictinsýru.[2]

Þalsvörun gálgaskeggs er K+ veik gul svörun, C-, KC-, P+ gul.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Náttúrufræðistofnun Íslands (1996). Válisti 1: Plöntur. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 Flóra Íslands (án árs). Gálgaskegg - Bryoria implexa. Sótt þann 9. apríl 2019.
  3. Velmala, S., Myllys, L., Goward, T., Holien, H., & Halonen, P. (2014). Taxonomy of Bryoria section Implexae (Parmeliaceae, Lecanoromycetes) in North America and Europe, based on chemical, morphological and molecular data. Annales Botanici Fennici 51(6): 345-372. Finnish Zoological and Botanical Publishing Board.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.