Interahamwe
Útlit
Interahamwe (merkir: þeir sem berjast saman) eru samtök hútúa í Rúanda sem voru, ásamt hinum smærri hópi Impuzamugambi, helst ábyrg fyrir dauða þeirra yfir 800.000 manns sem voru drepnir í þjóðarmorðinu í landinu árið 1994. Forseti Interahamwe var tútsi að nafni Robert Kajuga og varaforseti samtakanna Georges Rutaganda.
Eftir frelsun höfuðborgar Rúanda, Kigali, flúðu margir meðlimir Interahamwe til nærliggjandi landa, flestir til Saír (nú Lýðstjórnarlýðveldið Kongó). Þaðan gerðu þeir árásir á Rúanda og leiddu þær meðal annars til styrjalda í Kongó.
Orðsifjafræði nafnisins
[breyta | breyta frumkóða]'Intera' kemur af sögninni 'gutera', sem merkir 'að gera árás'. 'Hamwe' merkir 'saman' og tengist orðinu 'rimwe' sem stendur fyrir 'einn'.