Fylki (tölvunarfræði)
Í tölvunarfræði eru fylki ein einfaldasta gerð gagnagrinda. Fylki geyma raðað mengi af stökum, og yfirleitt eru stökin af sömu stærð og gagnatýpu. Vísað er í einstök stök með raðnúmeri þeirra innan fylkisins, sem er kallaður vísir. Vísarnir eru yfirleitt heiltölur, ólíkt tilvísanafylkjum, þar sem að vísar geta verið strengir eða óraðaðar tölur.
Sum fylki eru margvíð, sem þýðir að notaðir eru fleiri en einn vísir fyrir hvert stak. Fylkið er þá röðuð n-nd. Tví- og þrívíð fylki eru algengustu margvíðu fylkin.
Flest forritunarmál eru með fylki af einhverju tagi. Sum forritunarmál á borð við APL, J og sumar útgáfur FORTRAN hafa skilgreinda almennari virkni virkja og falla til þess að virka á gegnsæan hátt yfir fylki jafnt sem venjulegar breytur.
Fylkjaeiginleikar forritunarmála
[breyta | breyta frumkóða]Mismunandi forritunarmál hafa mismunandi eiginleika hvað fylki varðar.
Forritunarmál | Grunnvísir | Takmarkaathugun | Víddir | Breytileg fylki |
---|---|---|---|---|
Ada | n | athugað | n | frumstilling1 |
APL7 | 0 eða 1 | athugað | n | frumstilling1 |
Smalamál | 0 | ekki athugað | 1 | nei |
BASIC | 1 | ekki athugað | 1 | frumstilling1 |
C | 0 | ekki athugað | 12 | hrúga3,4 |
C++5 | 0 | ekki athugað | 12 | hrúga3 |
C# | 0 | athugað | n | hrúga3 |
D | 0 | athugað | n | já |
Fortran | n | ekki athugað | n | nei |
Java | 0 | athugað | hrúga3 | |
Pascal | n | athugað | nei | |
PL/1 | n | athugað | ||
Scheme | 0 | athugað | 12 | nei |
Smalltalk5 | 1 | athugað | 12 | já6 |
Visual BASIC | n | athugað | já |
- Stærð má velja við frumstillingu/skilgreiningu, eftir það er það fast.
- Leyfir fylkjum af fylkjum, sem má nota til þess að líkja eftir margvíðum fylkjum.
- Stærð má eingöngu velja þegar að minnið er tekið frá á hrúgunni.
- C99 leyfir fylki af breytilegri stærð. Hinsvegar er nánast enginn þýðandi til sem styður þennan eiginleika.
- Þessi listi ber strangt til tekið bara saman innbyggða eiginleika forritunarmála. Hinsvegar er hægt að bjóða upp á allar gerðir fylkja í nánast öllum forritunarmálum með því að búa til þar til gerðan forritskóða. Þetta forritunarmál er með öflugri gerðir fylkja sem hluti af staðlaða kóðasafni sínu.
- Klasinn
Array
er af fastri stærð, enOrderedCollection
er af breytilegri stærð. - Fyrsti vísirinn getur verið hvort heldur 0 eða 1, en þetta er stillt fyrir heilt „vinnusvæði“ í senn.