Stafli (tölvunarfræði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Hlaði (tölvunarfræði))
Jump to navigation Jump to search
Gagnagrindur
Hlaði

Stafli[1] (einnig kallaður hlaði[2] eða troðröð[3]) er mikið notuð gagnagrind. Það einkennist af því að nýjasta stakið á hlaðanum er það fyrsta sem fjarlægist. Líta má á hlaðann sem nokkurskonar rör sem er lokað að neðan, þar sem að til þess að ná neðsta stakinu úr þarf að fjarlægja öll stökin ofan af.

Aðgerðirnar á stafla eru tvær:

  • Ýta (Push): bæta nýju staki við efst á hlaðann.
  • Toga (Pop): taka efsta stakið ofan af hlaðanum.

Til eru staflabundin forritunarmál eins og Forth og PostScript.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. stafli af Tölvuorðasafninu
  2. hlaði af Tölvuorðasafninu
  3. stafli, troðröð af Tölvuorðasafninu
  Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.