Fuzhou Changle-alþjóðaflugvöllurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd sem sýnir Fuzhou Changle alþjóðaflugvöllinn við Fuzhou borg, Fujian héraði í Kína.
Fuzhou Changle alþjóðaflugvöllurinn við héraðshöfuðborgina Fuzhou í Kína.
Mynd sem sýnir brottfararsal Fuzhou Changle alþjóðaflugvallarins í Kína.
Brottfararsalur Fuzhou Changle alþjóðaflugvallarins.
Mynd sem sýnir innritunaraðstöðu í farþegamiðstöð Fuzhou Changle alþjóðaflugvallarins í Kína.
Innritunaraðstaða í farþegamiðstöð Fuzhou Changle alþjóðaflugvallarins.

Alþjóðaflugvöllur Fuzhou Changle (IATA: FOC, ICAO: ZSFZ) (kínverska: 福州长乐国际机场; rómönskun: Fúzhōu Chánglè Guójì Jīchǎng) er flughöfn Fuzhou höfuðborgar Fujian héraðs í Alþýðulýðveldinu Kína. Þessi nútímaflugvöllur er meginflughöfn héraðsins sem býður upp á alþjóðlegar tengingar. Hann er ein mikilvægasta alþjóðlega flughöfnin í Austur-Kína og einn fjölfarnasti flugvöllur á suðausturströnd Kína.

Flugvöllurinn er staðsettur um 50 kílómetra austur af miðborg Fuzhou í Changle hverfi Zhanggang bæjar, sem gefur honum nafn. Hann er við strönd Taívansunds umkringdur hafi á þrjár hliðar.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Flugvöllurinn sem tók til starfa árið 1997, hefur vaxið hratt. Árið 2019 afgreiddi flugvöllurinn í tveimur farþegamiðstöðvum um 14.8 milljónir farþega og um 130.000 tonn af farmi.

Líkt og með flesta alþjóðaflugvelli í Kína hefur flugvöllurinn verið margoft stækkaður, enda kominn yfir getu hvað varðar farþegafjölda. Árið 2010 var ráðist í mikla stækkun flughlaðs, nýrrar farþegamiðstöðvar og fleira. Enn var ráðist í stækkun árið 2014, og aftur árið 2018 sem átti að tryggja árlega getu til flutninga á 25 milljónum farþega. Árið 2020 var síðan ráðist í stækkun sem á að skila getu upp á 36 milljónum flugfarþega á ári og um 450.000 tonn af farmi. Stefnt er að því að ljúka þeim framkvæmdum fyrir árið 2030.

Samgöngur við flugvöllinn[breyta | breyta frumkóða]

Snarlestar, strætisvagnar og gott vegakerfi tengja flughöfnina við miðborg Fuzhou og nærliggjandi svæði.

Flugfélög[breyta | breyta frumkóða]

Flugvöllurinn er safnvöllur fyrir heimaflugfélögin Fuzhou Airlines og XiamenAir sem eru þar umsvifamest. Meðal annarra flugfélaga eru Air China, China Eastern Airlines, og Hainan Airlines. Alls starfa þar 37 flugfélög.

Flugleiðir[breyta | breyta frumkóða]

Flugvöllurinn býður meira en 80 flugleiðir til um 50 innlendra og erlendra borga. Flestir áfangastaðir eru innan Kína, en einnig eru alþjóðaflug frá Bangkok, Kuala Lumpur, Singapúr, Taípei, Osaka, Hong Kong, Makaó, og fleiri staða.

Tölfræði[breyta | breyta frumkóða]


Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]