Frygðarauki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ginseng er talið frygðarauki

Frygðarauki eru hlutir sem er talið að auki kynlífslöngun. Í gegnum tíðina hafa mörg matvæli, drykkir og atferli verið talin frygðaraukar. Á hinn bóginn eru engin vísindaleg sönnunargögn um að ákveðið mataræði auki löngun eftir kynlífi eða gæði kynlífs. Vísindalega séð eru frygðaraukar taldir gervilyf. Samt sem áður halda margir að frygðaraukar geti haft jákvæð áhrif á kynlífið.

Dæmi um matvæli og jurtir sem eru talin fryðgaraukar eru ostrur, ambur, Epimedium grandiflorum (e. horny goat weed) og ginseng. Auk þess eru nokkuð efni og lyf, bæði lögleg og ólögleg, notuð sem frygðaraukar, eins og alkýlnítrít, amfetamín og jafnvel kókaín.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.