Frumuskipting

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Þrjár tegundir frumskiptingar.

Frumuskipting er aðferð þar sem fruma, sem heitir móðurfruma, skiptist í tvær eða fleiri frumur, sem heita afkvæmis- eða dótturfrumur. Yfirleitt er frumuskipting lítill hluti í stærra ferli sem heitir frumuferill. Fyrir heilkjörnunga heitir aðferðin jafnskipting og afkvæmisfrumur geta skipst aftur. Samsvarandi tegund frumuskiptingar fyrir dreifkjörnunga heitir tvískipting frumu. Það er til önnur tegund frumuskiptingar í heilkjörnungum þekkt sem rýriskipting þar sem fruma umbreytist varanlega í kynfrumu sem getur ekki skipst aftur fram að frjóvgun. Frumuskipting jafngildir æxlun fyrir einfrumunga eins og slímdýr, af því að heil ný lífvera er sköpuð. Fyrir stærri lífverur, það er að segja fjölfrumunga, getur jafnskipt frumuskipting vísað á afkvæmi. Til dæmis geta jurtir vaxið úr afklippu. Frumuskipting leyfir lífveru sem æxlast kynferðislega að þróast úr okfrumu sem er aðeins ein fruma (og varð hún sjálf til af frumuskiptingu kynfruma). Þegar vexti lífverunnar er lokið gegnir frumuskipting hlutverki endurnýjunar og viðgerða.[1] Í dæmigerðri mannveru verða um það bil 10.000 trilljónir frumuskiptinga á æviskeiðinu.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Maton, Anthea (1997). Cells: Building Blocks of Life. New Jersey: Prentice Hall. bls. 70–74. ISBN 0-13423476-6.
  2. Quammen, David (April 2008). Contagious cancer: The evolution of a killer. Harper's. 316. bls. 42.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.