Fara í innihald

MiRNA

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

microRNA eða miRNA eru stuttar RNA-sameindir sem hafa áhrif á stöðugleika mRNA eða þýðingu þeirra. Þetta gerist með þáttapörun á milli miRNA og svæða innan mRNA sameinda, oftast en ekki alltaf, á 3'-enda umritsins. Fyrsta miRNAið, let-7, var uppgötvað af Andrew Fire og Craig Mello í rannsóknum þeirra á þroskun þráðormsins Caenorhabditis elegans. Þeir hlutu nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði árið 2006 fyrir uppgötvun sína.

Verkfæri til að finna og rannsaka miRNA

[breyta | breyta frumkóða]
  • Targetscan Hér má slá inn ákveðnu geni (t.d. hunchback) og ákveðnu miRNA (t.d. dme-mir-8).
  • MicroRNA.org Geymt 30 desember 2010 í Wayback Machine Hér má leita að ákveðnu geni og einnig skima eftir öllum skotmörkum tiltekinna miRNA-sameinda.