Fronde

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Orrustan við Faubourg Saint-Antoine við Bastilluna í París 1652.

Fronde (franska: „handslöngva“) var borgarastyrjöld í Frakklandi sem stóð frá lokum Þrjátíu ára stríðsins 1648 til 1653. Stríð Frakklands og Spánar (1635–59) stóð á sama tíma. Styrjöldin hófst vegna mikilla óvinsælda ráðgjafa Loðvíks 14. konungs, Mazarins kardinála, og tilrauna hans til að bæta fjárhag ríkisins með nýjum sköttum. Fronde skiptist í tvö tímabil, Fronde Parlementaire 1648-1649 þegar frönsku dómþingin höfnuðu nýjum sköttum, og Fronde des nobles 1650-1653 þegar Loðvík af Condé leiddi uppreisn háttsettra aðalsmanna gegn konungi. Þrátt fyrir gífurlegar óvinsældir Mazarins meðal almennings í Frakklandi náðu hann og konungssinnar yfirhöndinni og höfðu sigur að lokum.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.