Franzl Lang
Franzl Lang var (fæddur Franz Lang þann 28. desember, 1930, í München, Þýskalandi; d. 6. desember 2015), var þekktur í Þýskalandi sem „Jodlerkönig“ (jóðlkonungurinn). Hann er frægur jóðlari frá Bæjaralandi í suðurhluta Þýskalands.
Franz syngur og spilar einnig á gítar og harmonikku. Hann hefur gefið út allnokkrar bækur um listina að jóðla. Lang er álitinn besti Alpajóðlari í heiminum; hann er allavega sá söluhæsti.
Tónlistarstefna Langs er þýsk þjóðdansatónlist; Hann syngur oftast á bæversku. Hann notar jóðl á einhverjum tíma í hverju lagi. Hann er nú hættur störfum sem flytjandi, en tekur einstöku sinnum upp.
Hann ólst upp í München, og lærði til verkfærasmiðs. Hann byrjaði að spila á harmonikkuna á níunda aldursári. Fyrsti stóri smellurinn hans var lagið „Kufsteinlied“ árið 1968. Á 8. áratugnum kom hann stundum fram í tónlistarþáttum í sjónvarpinu í Vestur-Þýskalandi, sérstaklega þættinum Lustige Musikanten á ZDF.
Lang hefur selt meira en 10 milljónir platna. Hann hefur fengið 20 gullplötur og eina platínuplötu í Þýskalandi.