Forseti Sovétríkjanna
Útlit
Forseti Sovétríkjanna var þjóðhöfðingi Sovétríkjanna frá 15. mars 1990 til 25. desember 1991. Eini maðurinn sem gengdi þessu embætti var Míkhaíl Gorbatsjov. Fyrir stofnun þessa embættis var forseti forsætisnefndar Sovétríkjanna í reynd þjóðhöfðingi en stjórnarleiðtogi var aðalritari Sovéska kommúnistaflokksins. Gorbatsjev var aðalritari flokksins á sama tíma og hann var forseti og skapaði þannig forsetaræði í reynd. Hann sagði af sér sem aðalritari í kjölfar valdaránstilraunarinnar 1991.
Upphaflega var forsetinn kosinn af fulltrúaþingi Sovétríkjanna og átti að vera forseti þess, en í framtíðinni var hugmyndin að hann yrði kosinn í almennum kosningum. Gennadíj Janajev var varaforseti og líka sá eini sem gegndi því embætti.